Ný leið fyrir gesti til að finna skráningar

Kynntu þér hvað stærsta breytingin á Airbnb í áratug þýðir fyrir gestgjafa.
Airbnb skrifaði þann 11. maí 2022
4 mín. lestur
Síðast uppfært 11. maí 2022

Aðalatriði

  • Nýjustu eiginleikunum er ætlað að hjálpa fleiri gestum að finna frábæra staði eins og eignina þína

  • Skráningin þín getur borið af með hágæðamyndum og uppfærðum stillingum

Eftirminnilegustu ferðirnar byrja oft á því að vilja einfaldlega komast í burtu. Til að átta sig á því hvert og hvenær er best að fara leita ferðamenn oft hugmynda á Netinu til að setja saman fullkomna áætlun. Þess vegna kynnum við algjörlega nýja leið fyrir gesti til að skoða Airbnb og kynnast frábærum eignum eins og þinni.

Sumarútgáfa Airbnb 2022 er stærsta breytingin á Airbnb í áratug. Þessi glænýja hönnun sýnir skráningar í 56 flokkum á Airbnb svo að gestir eiga auðvelt með að finna og bóka eignir sem gestirnir vissu ekki að væru til og með frumlegri nýjung, deiligistingu, geta gestir skipt lengri dvöl á milli tveggja heimila.

Þú sem gestgjafi getur notið góðs af þessum spennandi eiginleikum með því að passa allt sé rétt og uppfært um eignina í skráningunni og framboði og að myndirnar séu í bestu gæðum.

Fleiri leiðir til að uppgötvast

Með endurhönnun Airbnb taka fjölbreyttari gestir eftir skráningunni þinni—hvort sem þú ert með sameiginlegt herbergi, sérherbergi eða heila eign—fyrr í skipulagi ferðarinnar sinnar.

Gestir geta fundið skráninguna þína með:

  • Flokkum á Airbnb. Í hvert sinn sem gestir opna appið eru sýndar framúrskarandi dvalir í boði á næstunni sem er hægt að bóka strax.
  • Deiligisting. Í leitarniðurstöðum fyrir gistingu í sjö nætur eða lengur býðst gestum nú að skipta ferðinni milli tveggja staða.
  • Meiri sveigjanleiki. Gestir geta leitað að gistingu án þess að festa dagsetningu og staðsetningu—með eiginleikunum sem við kynntum í fyrra—eða þrengt niðurstöðurnar sé þess þörf.

Hvernig flokkar á Airbnb virka

Flokkar með söfnum eigna—völdum saman miðað við einstakan stíl, staðsetningu eða nálæga afþreyingu—koma efst þegar gestir opna Airbnb. Flokkarnir sýna gistingu sem er til dæmis með ótrúlegu útsýni eða kokkaeldhúsi, nálægt stöðuvatni eða þjóðgarði eða með möguleika á að spila golf eða stökkva á brimbretti.

Þegar gestir leita að gistingu á tilteknum áfangastað fá þeir svipaðar niðurstöður og áður, í flokki sem kallast öll heimili. Nú munu gestir einnig finna fleiri flokka eftir staðsetningu svo að það er auðvelt að finna ótrúleg heimili innan leitarsvæðisins, eða rétt fyrir utan það.

Skráningar geta einnig birst í mörgum flokkum. Ef hús við stöðuvatn er með kokkaeldhúsi gæti skráningin bæði komið uppi í flokki fyrir stöðuvatn og kokkaeldhús—en skráningin kemur einnig fram í leitarniðurstöðum fyrir staðinn.

Einn merkilegasti nýji flokkurinn heitir hönnun. Í þeim flokki eru valin 20.000 heimili vegna táknræns arkitektúrs og magnaðra innréttinga. Í flokki hönnunar eru heimili frá þekktum arkitektum á borð við Frank Lloyd Wright og Zaha Hadid, eignir sem hafa birst í hönnunarritum og eignir gestgjafa sem hafa náð frábærri framsetningu á eigin hönnun.

Glænýja hönnunin sýnir skráningar í 56 flokkum á Airbnb, þar á meðal eru hönnun, sveitin og trjáhús.

Hér eru nokkrir af flokkunum á Airbnb: magnað útsýni, strönd, tjaldstæði, kokkaeldhús, sveitin, skapandi rými, golf, sögufræg heimili, þekktar borgir, þjóðgarðar, skíði, brimbretti, hitabeltið og vínekrur.

Þessir flokkar eru aðeins fyrsta skrefið í þessari nýju leið til að leita svo að gestir geta uppgötvað fleiri staði en nokkru sinni fyrr. Við munum kynna enn fleiri flokka með tímanum sem sýna einstaka eiginleika og sérstöðu eigna ykkar. Við teljum að framtíðin í leit byggi á flokkum og að á Airbnb sé til flokkur fyrir hvert heimili og hvern gestgjafa.

Lagt er mat á heimilin í hverjum flokki. Við beitum vélanámi (e. machine learning) til að greina titla, lýsingar, myndatexta og umsagnir gesta fyrir milljónir virkra skráninga. Því er mikilvægt að staðfesta að skráningarupplýsingarnar séu uppfærðar og að allt sé rétt.

Hvernig deiligisting virkar

Gestir geta skoðað, og bókað, allar eignir með eins miklum sveigjanleika og aðstæður þeirra leyfa. Með deiligistingu gefst fleiri gestgjöfum tækifæri á að vera með í ferðalagi gesta.

Þegar gestir leita að ferð sem varir í viku eða lengur birtist deiligisting sjálfkrafa í leitarniðurstöðum. Þegar gestir fletta niður í flokknum fyrir öll heimili býðst þeim að skipta ferðinni milli tveggja heimila á sama áfangastað.

Með deiligistingu bætast 40% fleiri skráningar við leitarniðurstöður þegar gestir leita að gistingu sem varir í 14 nætur eða lengur.*

Áður fyrr hefði heimilið þitt ekki komið fram í leitarniðurstöðum ef gestir leituðu að mánaðarlangri ferð en þú varst aðeins með laust í tvær vikur á tímabilinu. Með deiligistingu er hægt að para skráninguna þína við aðra til að gesturinn geti fengið gistingu alla ferðina.

Í deiligistingu eru paraðar saman tvær eignir sem uppfylla leitarskilyrði varðandi staðsetningu, tegund eignar og þægindi. Leiti fjölskylda til dæmis að heilu heimili með aðgengiseiginleikum eins og þrepalausum inngangi eða dyragáttum sem eru breiðari en 81 cm parar deiligisting saman tvær skráningar með þeim eiginleikum.

Þegar gestur bóka deiligistingu fá gestgjafar sitt hvora bókunarbeiðnina. Verðið hjá þér og húsreglurnar miðast við hve margar gistinætur eru bókaðar rétt eins og fyrir allar aðrar bókanir.

Það sem þú getur gert til að bera af

Með nýju eiginleikunum á Airbnb verður heimilið þitt sýnt fleira fólki á fleiri stöðum en nokkru sinni fyrr. Hér eru nokkrar leiðir til að láta skráninguna bera af:

  1. Leggðu áherslu á það sem er einstakt við eignina þína með hágæðamyndum. Lýsandi myndir, hvort sem þær eru teknar af fagmanni eða með snjallsímanum þínum, geta aukið áhuga gesta á eigninni þinni.
  2. Skoðaðu yfirlit yfir þægindi og eiginleika; og athugaðu hvort eitthvað sé nýtt. Bættu við eða uppfærðu allt sem eignin þín býður upp á og hafðu í huga vinsæl þægindi sem gestir vilja svo að hún lendi í viðeigandi flokkum.
  3. Taktu hraðapróf fyrir þráðlausa netið. Með áreiðanlegu interneti vita gestir að þeir geti unnið og verið eins mikið á Netinu og þeir þurfa í dvölinni.
  4. Íhugaðu hvort skráning þín sé aðgengileg öllum ferðalöngum. Bættu við myndum og upplýsingum um aðgengiseiginleika eins og þrepalausan inngang og breiðar dyr svo að gestum með alls kyns þarfir finnist vel vera tekið á móti sér.

Ef þú uppfærir skráninguna þína með öllum smáatriðum, stórum sem smáum, getur það hjálpað þér að ná til víðari markhóps. Eignin þín gæti verið akkúrat það sem gestirnir leita að.

*Samkvæmt rannsóknargögnum Airbnb til og með 14. apríl 2022.

Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

Aðalatriði

  • Nýjustu eiginleikunum er ætlað að hjálpa fleiri gestum að finna frábæra staði eins og eignina þína

  • Skráningin þín getur borið af með hágæðamyndum og uppfærðum stillingum
Airbnb
11. maí 2022
Kom þetta að gagni?