Ábendingar til að taka á móti gestum með aðgengisþarfir

Bjóddu fleiri gesti velkomna með því að sýna aðgengiseiginleika eignarinnar.
Airbnb skrifaði þann 7. apr. 2021
8 mín. myndskeið
Síðast uppfært 2. des. 2022

Margir gestir á Airbnb þurfa aukið aðgengi. Fólk með takmarkaða hreyfigetu notar stundum göngugrindur eða hjólastóla og það vill vita áður en það bókar ferðalög hversu vel eignin hentar.

Þar sem gestir sía leit oft eftir aðgengiseiginleikum gæti skráningin þín birst oftar í leitarniðurstöðum sem getur aukið líkurnar á að eignin verði bókuð.

Airbnb er nú með flokk fyrir gott aðgengi fyrir eignir sem er staðfest að henti hjólastólanotendum og sem hafa engin þrep að inngangi og að minnsta kosti eitt svefnherbergi og baðherbergi. Bættu endilega aðgengiseiginleikum við skráninguna þína og ef eignin þín uppfyllir skilyrðin gæti hún verið kynnt í þessum nýja flokki.

Sophie Morgan, sjónvarpskynnir og talsmaður fatlaðra í myndbandinu hér að ofan, varð gestgjafi á Airbnb vegna þess að hún vildi opna sérhannaða heimilið sitt fyrir öðrum ferðalöngum. „Ég hef lagt mig fram um að gera heimilið mitt aðgengilegt fyrir mig,“ segir hún. „Ég veit að það væri einnig frábært fyrir svo marga aðra, sérstaklega fólk með fötlun, þannig að ég vil endilega deila því með fólki.“

Sophie viðurkennir að það geti verið erfitt fyrir fólk með aðgengisþarfir að ferðast en reynir að láta það ekki hindra sig frá því að skoða heiminn. „Ég hef notað hjólastól í um 19 ár,“ segir hún. „Heimurinn er ekki hannaður fyrir fólk með fötlun en ferðalög eru samt 100% þess virði.“

Hér eru nokkrar viðmiðunarreglur til að bjóða allt fólk velkomið og gestir með aðgengisþarfir geta bókað af öryggi.

Bættu aðgengiseiginleikum við skráninguna þína

Dæmi um eiginleika sem gestir gætu tekið eftir:

  • Bílastæði fyrir hreyfihamlaða
  • Upplýstur stígur að inngangi
  • Engar tröppur að gestainngangi
  • Engar tröppur að gestainngangi
  • Engar tröppur að inngangi að herbergjum
  • Inngangar breiðari en 81,28 cm/32 tommur
  • Sturta með engum tröppum
  • Gripslár fyrir salerni og/eða sturtu
  • Stóll fyrir baðker eða sturtu
  • Loftlyfta eða færanleg lyfta
  • Laugarlyfta

Nánari upplýsingar um að bæta aðgengiseiginleikum við skráningu eignar

Notaðu myndir til að leggja áherslu á aðgengi eignarinnar

Í myndbandinu hér að ofan leggur Sophie til að setja inn „eins margar ljósmyndir og hægt er“ til að hjálpa mögulegum gestum með aðgengisþarfir að átta sig á því hvort eignin henti þeim.

Við mælum með því að gestgjafar hafi myndatexta við myndirnar sínar svo að eignir henti örugglega gestum með sérþarfir. Til dæmis má láta gesti vita í myndatexta við baðhergi með gripslám að það sé eina aðgengilega baðherbergið í húsinu.

Takið myndir frá mörgum sjónarhornum svo að gestir geti áttað sig á því hvort eignin uppfylli þarfir þeirra. Til dæmis má setja inn myndir af bílastæði fyrir hreyfihamlaða til að sýna greinilega staðsetningu þess miðað við húsið.

Farið er yfir alla aðgengiseiginleika í samræmi við leiðbeiningar Airbnb um myndir áður en þeim er bætt við skráningar eigna. Sýni mynd ekki greinilega eiginleikann gætum við beðið um að setja inn nýja mynd eða að taka eiginleikann út af skráningu eignarinnar.

Nánari upplýsingar um ljósmyndun aðgengiseiginleika

Undirbúningur fyrir gesti

Þegar gestir með aðgengisþarfir hafa samband getur verið gott að spyrja nokkurra spurninga fyrir bókun til að átta sig því hvort eignin henti þeim.

Dæmi um góðar leiðir til að hefja samtal:

  • Hefurðu einhverjar sérstakar spurningar varðandi eignina?
  • Er eitthvað sem ég get gert til að gera dvöl þína þægilegri?

Áður en gestur með aðgengisþarfir mætir er gott að hugsa um það hvort það sé eitthvað lítið í viðbót sem gera mætti til að bæta aðgengi eignarinnar. Nokkrar hugmyndir:

  • Að færa til húsgögn eins og stóla og borð svo að aðgengi um íbúðina sé betra
  • Að auðvelda aðgengi að innstungum
  • Að nauðsynjahlutir eins og handklæði og diskar séu innan seilingar

Nánari upplýsingar um bætt aðgengi eigna

Að semja áhugaverða ferðahandbók með inngildingu

Með ferðahandbókinni gefst tækifæri til að sýna gestrisni og kynna borgina með ábendingum um næsta nágrenni. Gott er að hugsa eins og ferðamaður með aðgengisþarfir þegar uppástungum er bætt við um veitingastaði, skoðunarferðir og afþreyingu utandyra.

Til dæmis er gott að tilgreina veitingastaði með rampa og steypta göngustíga nálægt eigninni ásamt upplýsingum um almenningssamgöngur. Með því að styðjast við þessar ábendingar við gestaumsjón má vekja athygli stærri markhóps á eignum.

Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.
Airbnb
7. apr. 2021
Kom þetta að gagni?