Hjálpum gestgjöfum að gera

heimili sín öruggari

Hlýleg, notaleg og aðlaðandi heimili

Notkun Airbnb byggir á hlýjum móttökum á heimili gestgjafa. Öryggi og friðhelgi einkalífsins eru nauðsynleg innan veggja heimilisins. Því mælumst við til um að það gildi á þínu heimili.

Góður upphafspunktur

Það getur skipt miklu máli að hafa reyk- og kolsýringsskynjara í góðu lagi á heimili þínu.

Öllum gestgjöfum á Airbnb ber að koma fyrir virkum reyk- og kolsýringsskynjara í eignum sínum.

Skuldbinding okkar til öryggismála

Samtök um allan heim vinna að því að fræða húseigendur um öryggi á heimilinu og aðstoða þá. Við viljum leggja okkar að mörkum.

Við viljum auka öryggið á heimili þínu með aukinni meðvitund og nokkrum einföldum hlutum.

Við mælumst til þess að allir Airbnb gestgjafar komi fyrir reyk- og kolsýringsskynjara í eignum sínum og yfirfari þá reglulega.

Til að ná markmiðum okkar

Við munum gefa gjaldgengum gestgjöfum 36,000 skynjara án endurgjalds á meðan kynningartímabilið varir. Fyrstir koma, fyrstir fá. Ákveðnar takmarkanir eiga við.

Reyk- og kolsýringsskynjari

Ókeypis reyk- og kolsýringsskynjari

Fyrstu 36,000 gestgjafarnir, sem uppfylla skilyrðin og eru með virka skráningu, geta fengið reyk- og kolsýringsskynjara, sem gengur fyrir batteríi, án endurgjalds á kynningartímabilinu.

Fáðu skynjara án endurgjalds

Gjaldgengir gestgjafar. Takmarkanir eiga við.*

*Takmarkanir eiga við: aðeins einn fyrir hvern gestgjafa sem uppfyllir skilyrðin (allir gestgjafar sem eru með virka skráningu) og stendur aðeins til boða svo lengi sem birgðir endast eða til December 31, 2018 ef það er fyrr. Sjá skilmála.

Ertu þegar með reyk- og kolsýringsskynjara?

Frábært! Láttu alla vita með því að uppfæra þau þægindi sem eru í eigninni þinni. Við mælumst til þess við gestgjafa um allan heim að staðfesta að þeir séu með uppsettan reyk- og kolsýringsskynjara.

Hvað annað get ég gert til að auka öryggi gesta hjá mér?

Heimili eru mismunandi og þú ættir að vera viss um hvað þarf í eignina þína. Skrefin hér fyrir neðan eru góð byrjun:

Farðu að reglum

Vertu viss um að eignin þín uppfylli skilyrði stjórnvalda og öryggisstaðla á þínu svæði.

Rafmagnsöryggi

Lagaðu bera víra. Sjáðu til þess að öllum heimilistækjum og búnaði sé rétt og örugglega komið fyrir.

Hættur

Fjarlægðu, eða merktu greinilega, hættur sem geta valdið því að gestir hrasi eða detti.

Viltu fá frekari upplýsingar?

Tengstu samfélagshópum gestgjafa til að taka þátt í umræðum um öryggi á heimilum okkar eða opnaðu hjálparmiðstöðina til að fá fleiri hugmyndir.

Heimili framtíðarinnar

Tillitssemi gagnvart öðrum er best en einfaldasta tækni getur gert heimili okkar öruggari. Hjá Airbnb sjáum við heimili framtíðarinnar fyrir okkur sem snjallheimili sem vernda okkur, veita okkur þægindi og bæta lífsgæði okkar. Eftir því sem tímarnir og tæknin breytast máttu vita að við höldum nýsköpun áfram og leitum leiða til að gera heimilið þitt vinalegra.