Tillögur birtast þegar slegið er inn í leitarreitinn. Notaðu örvarnar upp og niður við yfirferð. Ýttu á „enter“ til að velja. Ef nokkur orð eru valin saman eru þau notuð sem leitarstrengur. Ef tillagan er hlekkur opnast sú síða í vafranum.
Leiðbeiningar

Hve langan tíma þú hefur til að skrifa umsögn

Ertu til í að segja frá því hvernig gekk? Til að gæta sanngirni í umsögnum hafa bæði gestgjafar og gestir tímamörk til að gefa umsagnir.

Hvenær þú getur gefið umsögn

Almennt hefur þú 14 daga frá brottför til að skrifa umsögn um gistingu og 30 daga til að skrifa umsögn um upplifun. Þegar bæði þú og gestgjafinn þinn hafið skrifað umsagnir um hvort annað verða báðar umsagnirnar birtar og tímamörkin renna út.

Þú ættir að fá tölvupóst varðandi gerð umsagnar á útritunardegi (miðað við tímabelti eignarinnar). 14 daga tímamörkin (eða 30 daga tímamörkin fyrir upplifanir) hefjast þá.

Gestir og gestgjafar geta einnig gefið umsögn fyrir tilteknar bókanir sem felldar eru niður á innritunardeginum sjálfum eða síðar (á miðnætti á tímabelti skráningarinnar). Ef þú hættir við bókunina fyrir upphaflegan útritunartíma en innritunartíminn er þegar liðinn gefst þér kostur á að skrifa umsögn daginn eftir afbókunina.

Athugaðu: Ef dagsetningum bókunar er breytt eftir að tölvupóstur um umsögn er sendur verða tímamörkin til að skrifa umsögn ekki breytt.

Að breyta umsögn innan tímamarkanna

Er umsagnartímabilið enn opið og þú vilt gera breytingar? Kynntu þér hvernig þú getur breytt umsögnum. Hafðu í huga að þú getur ekki gert breytingar þegar bæði þú og gestgjafinn þinn hafið birt umsagnir.

Athugaðu hvort þú getir enn skrifað umsögn

  1. Opnaðu umsagnir
  2. Veldu umsagnir eftir þig
  3. Athugaðu hvort bókunin sé undir óloknar umsagnir eða útrunnar umsagnir

Síðbúnar umsagnir

Umsagnarkerfið okkar er sjálfvirkt og við getum því ekki veitt neinar undanþágur vegna umsagna 14 dögum eftir dvöl eða 30 dögum eftir upplifun. Ef þú vilt engu að síður þakka gestgjafanum, eða senda gagnlegar athugasemdir um gistinguna, getur þú sent viðkomandi skilaboð.

Var þessi grein gagnleg?

Greinar um tengt efni

Fáðu aðstoð í tengslum við bókanir, aðganginn þinn og fleira.
Innskráning eða nýskráning