Stökkva beint að efni
  Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum

  Hvenær er bókun skuldfærð hjá mér?

  Beðið er um greiðsluupplýsingar þegar þú sendir bókunarbeiðni. Heildarupphæðin verður innheimt með greiðslumáta þínum þegar gestgjafi samþykkir beiðnina eða ef þú notar hraðbókun (nema ef um tryggingarfé er að ræða).

  Við höldum greiðslunni og greiðum gestgjafanum 24 klukkustundum eftir innritun hvort sem gistingin hefst eftir tvo daga eða tvo mánuði. Báðir aðilarnir geta þannig tryggt að allt sé eins og það á að vera.

  Að breyta um greiðslumáta

  Ef þú hefur óskað eftir að bóka eign en gestgjafinn hefur ekki svarað getur þú breytt bókunarbeiðninni og gert nýja beiðni með öðrum greiðslumáta.

  Þegar bókun hefur verið staðfest er ekki hægt að breyta um greiðslumáta.

  Langtímabókanir

  Ef þú bókar eign í 28 nætur eða lengur er fyrsti mánuðurinn innheimtur hjá þér sem innborgun þegar bókunin er staðfest. Það sem eftir stendur af gistingunni verður innheimt mánaðarlega.

  Tryggingarfé

  Ef Airbnb fer fram á tryggingarfé fyrir bókunina þína er heimildar óskað með greiðslumáta þínum tveimur dögum áður en bókunin hefst. Ekkert verður skuldfært hjá þér en þú getur ekki notað þessa fjármuni fyrr en heimildinni er aflétt. Bókunin þín verður felld niður ef okkur tekst ekki að óska heimildar með greiðslumáta þínum. Því er mikilvægt að tryggja að greiðslumátinn sé gildur og að nægilegirr fjármunir séu til staðar. Ef vandamál koma ekki upp meðan á gistingunni stendur verður heimildinni aflétt eftir útritun hjá þér. Það gerist annaðhvort 14 dögum eftir útritun eða þegar næsti gestur innritar sig, hvort sem kemur á undan.

  Bókanir á Indlandi

  Þar sem gerð er krafa um tveggja þátta sannvottun á indverskum kreditkortum er heildarkostnaður við gistingu skuldfærður hjá gestum á Indlandi þegar óskað er eftir því að bóka. Þú getur ekki breytt um greiðslumáta eftir að bókunin hefur verið staðfest. Ef gestgjafinn verður ekki við beiðninni, eða ef hún rennur út, verður þér endurgreitt að fullu. Endurgreiðslur geta tekið allt að 10 daga en það er í höndum bankans þíns.

  Hver bókunarbeiðni sem þú sendir er skuldfærð og ef margar bókunarbeiðnir eru staðfestar sömu daga er það tvíbókun og þú átt ekki rétt á endurgreiðslu.