Stökkva beint að efni
Stökkva að meginmáli hjálpar

Hvernig virka tilvísanir og inneignir?

Til að öðlast inneign, sendu tilvísunarhlekk til vina þinna. Þegar vinur þinn notar hlekkinn til að tengjast Airbnb, fær viðkomandi inneign sem gildir sjálfkrafa fyrir fyrstu bókunina í gegnum Airbnb. Inneignin birtist sjálfkrafa á bókunarsíðunni fyrir allar bókanir með lágmarksheildarverðmæti (að undanskildum gjöldum gests eða sköttum) sem fram kemur í tilvísunarboðinu.

Þegar vinur þinn lýkur við fyrstu fullgildu bókun sína, ávinnur þú þér inneign sem þú getur notað fyrir þína eigin Airbnb bókun. Þú færð inneignina þegar vinur þinn útritar sig og hún kemur sjálfkrafa fram á bókunarsíðunni fyrir gjaldgenga bókun að undanskildum gjöldum og sköttum.

Fyrir hvern aðila sem þú býður eru tvær leiðir færar til að öðlast ferðainneign. Þú öðlast inneign þegar vinur þinn hefur lokið gjaldgengri bókun sem gestur og einnig ef hann hefur lokið gjaldgengri bókun sem gestgjafi. Upphæð inneignarinnar fer eftir því hvort þú sért að vísa á gestgjafa eða gesti.

Gjaldgengar bókanir

Til að bókun geti talist gjaldgeng þarf lágmarksheildarverðmæti ferðar að vera tekið fram (að undanskildum gjöldum gests eða sköttum) í tilvísunarboðinu, meðfylgjandi kynningarefni, Airbnb vefsíðu, eða farsímaforriti Airbnb fyrir þessa tegund af bókun. Upphæðin getur verið breytileg þegar sérstök kynningartímabil standa yfir. Ferðainneignin sem þú hefur til ráðstöfunar kemur sjálfkrafa fram á greiðslusíðunni. Ef ferðainneignin bætist ekki sjálfkrafa við, merkir það að bókunin hafi ekki verið nógu verðmæt. Inneign er ekki hægt að nota fyrir ferðir sem þegar hafa verið greiddar en hún verður nýtanleg í næstu bókun sem uppfyllir skilyrðin.

Þú getur öðlast allt að $5,000 USD í ferðainneign en inneignir renna út ári eftir að þær eru gefnar út. Opnaðu Bjóða vinum á Airbnb-stjórnborðinu þínu til að sjá upplýsingar um allar tilvísanir sem þú hefur sent. Lestu alla skilmála tilvísunarþjónustu Airbnb.