Stökkva beint að efni
Stökkva að meginmáli hjálpar

Hvernig bæti ég ræstingagjaldi við skráninguna mína?

Gestgjafar geta notað ræstingagjöld vegna viðbótarkostnaðar við að undirbúa eignina þeirra áður en gestir koma eða þegar þeir fara.

Að bæta ræstingagjaldi við

Til að bæta ræstingagjaldi við skráninguna þína:

  1. Opnaðu þínar skráningar á airbnb.com
  2. Smelltu á verð efst á síðunni
  3. Smelltu á breyta við hliðina á ræstingagjaldi
  4. Færðu inn ræstingagjaldið og smelltu síðan á vista

Ræstingagjaldið er aðeins lagt á bókanir sem eru gerðar eftir að því er bætt við.

Nokkur atriði þarf að hafa í huga varðandi ræstingagjöld:

  • Ræsingagjaldið er innifalið í verði á nótt, sem gestir sjá í leitarniðurstöðum, deilt með fjölda nótta í bókuninni. Þegar gestur sendir bókunarbeiðni er verð á nótt og ræstingagjald tilgreint sérstaklega í verðsundurliðuninni.
  • Ræstingagjaldið er hluti af heildarverði við bókunina og gestir fá það ekki greitt til baka að gistingunni lokinni.
  • Þjónustugjöldin eiga við vegna þess að ræstingagjaldið er innifalið í heildargreiðslu gesta og útborgun til gestgjafa.
  • Ræstingagjöld eru ekki lögð sjálfkrafa við sértilboð sem þú gerir og þú ættir því að taka tillit til þess þegar þú býður verð þar sem allt er innifalið.