Uppfærsla á dagatali gestgjafa
Besta leiðin til að hafa umsjón með bókunum og koma í veg fyrir afbókanir er að uppfæra dagatalið reglulega. Þú getur merkt nætur sem lausar eða fráteknar til að gestir hafi framboðið hjá þér á hreinu.
Svona merkir þú nætur sem opnar eða fráteknar
Svona opnar þú eða tekur frá nætur í tölvu
- Smelltu á dagatalið og veldu dagatal þeirrar skráningar sem þú vilt breyta
- Veldu eina eða fleiri gistinætur
- Smelltu á opna nætur eða taka nætur frá
Svona opnar þú eða tekur frá nætur í gegnum Airbnb appið
- Pikkaðu á dagatalið og veldu dagatal þeirrar skráningar sem þú vilt breyta
- Veldu eina eða fleiri gistinætur
- Pikkaðu til þess að opna nætur eða taka nætur frá
Svona opnar þú eða tekur frá nætur í gegnum Airbnb appið
- Pikkaðu á dagatalið og veldu dagatal þeirrar skráningar sem þú vilt breyta
- Veldu eina eða fleiri gistinætur
- Pikkaðu til þess að opna nætur eða taka nætur frá
Svona opnar þú eða tekur frá nætur úr farsímavafra
- Pikkaðu á dagatalið og veldu dagatal þeirrar skráningar sem þú vilt breyta
- Veldu eina eða fleiri gistinætur
- Pikkaðu á opna nætur eða taka nætur frá
Þegar valdar nætur eru í mismunandi stöðu (t.d. ef sumar nætur eru lausar og sumar eru fráteknar) birtist hnappurinn „breyta framboði“ í stað lausra eða frátekinna nátta.
Enn fremur birtast lausar nætur á dagatalinu sem hvítar og fráteknar nætur með skástriki yfir dagsetninguna. Þegar þú opnar fráteknar nætur getur þú séð hvers vegna þær eru fráteknar, þ.e.a.s. hvort þær séu fráteknar vegna stillinga þinna eða af hálfu Airbnb.
Sem gestgjafi getur þú opnað á allar nætur í dagatalinu, nema þær sem heyra undir bókanir sem þú felldir niður eða sem voru bókaðar í gegnum tengd eða samstillt dagatöl. Frekari upplýsingar um tengd og samstillt dagatöl má finna hér fyrir neðan.
Hvernig dagsetningar eru valdar á farsímadagatali
Til að velja margar nætur í einu og breyta verði og framboði þarftu að pikka á og halda inni tiltekinni dagsetningu og strjúka svo yfir dagana sem þú vilt velja. Viljir þú velja margar vikur getur þú pikkað á og haldið inni tiltekinni dagsetningu og strokið svo niður dagatalið. Svona tryggir þú að allar nætur séu innifaldar í tímabilinu.
Ástæða þess að dagsetningar í dagatalinu gætu verið fráteknar
Það geta verið ýmsar ástæður fyrir því að sumar dagsetningar í dagatalinu þínu standa ekki gestum til boða. Kynntu þér nánar hvers vegna nætur á dagatalinu kunna að vera fráteknar, hvort sem það er vegna stillinga eða þörf á staðfestingu á auðkenni.
Áhrif á dagatalið þegar fyrirspurnir eða boð eru send
- Ef gestur sendir fyrirspurn helst dagatalið þitt opið: Viðkomandi nætur haldast lausar þannig að fleiri gestir geti sent fyrirspurnir þangað til að þú færð ferðabeiðni.
- Ef þú sendir gesti boð og býður upp á hraðbókun getur þú tekið frá næturnar eða skilið þær eftir opnar: Þú hefur val um að taka frá þessar nætur þar til gesturinn bókar eða boðið rennur út eftir 24 klst, hvort sem gerist fyrr. Með þessu móti gefst gestinum svigrúm til að bóka. Þú getur skipt um skoðun hvenær sem er með því að draga boðið til baka.
- Ef þú sendir gesti boð en býður ekki upp á hraðbókun verða næturnar teknar frá: Ef þú sendir boð um að bóka en býður ekki upp á hraðbókun verða næturnar sjálfkrafa teknar frá á dagatali þínu þar til gesturinn bókar eða boðið rennur út eftir 24 klst, hvort sem gerist fyrr.
Opnaðu úrræðamiðstöðina til að fá ábendingar um að setja þér verðstefnu til að stuðla að fleiri bókunum.
Greinar um tengt efni
- Gestgjafi
Samtenging dagatala fyrir margar skráningar á Airbnb
Ef þú ert með margar skráningar á Airbnb (t.d. allt heimilið og herbergi á heimilinu) getur þú samtengt dagatöl þeirra á Airbnb til að koma … - Gestgjafi
Samstilltu dagatalið þitt á Airbnb við aðrar vefsíður
Ef þú býður gistingu á öðrum vefsíðum getur þú tengt öll dagatöl gestgjafa til að koma í veg fyrir að margir gestir bóki sömu daga. - Gestgjafi
Undirbúningstími milli bókana
Lengd undirbúningstíma milli bókana skiptir miklu máli við ákvörðun á framboði skráðra eigna.