Tillögur birtast þegar slegið er inn í leitarreitinn. Notaðu örvarnar upp og niður við yfirferð. Ýttu á „enter“ til að velja. Ef nokkur orð eru valin saman eru þau notuð sem leitarstrengur. Ef tillagan er hlekkur opnast sú síða í vafranum.
Leiðbeiningar
Gestgjafi

Ef gesturinn fellir niður bókun

Stundum kemur það fyrir að áætlanir breytast. Við erum þér innan handar ef gestur þarf að hætta við bókun sína.

Þegar gestur fellir niður bókun:

  • Við látum þig strax vita
  • Við opnum viðkomandi dagsetningar í dagatalinu
  • Við göngum frá útborgunum og endurgreiðslum

Útborganir í tilviki afbókana

Ef þú átt útborgun inni færðu hana einum sólarhring frá áætluðum innritunartíma gests.

Ef þetta er í fyrsta sinn sem þú tekur á móti gestum má vera að við höldum útborguninni eftir í 30 daga frá því að bókunin var staðfest. Kynntu þér útborganir nánar.

Endurgreiðslur til gesta

Gestir sem afbóka fá sjálfvirka endurgreiðslu ef afbókunarreglan hjá þér gerir ráð fyrir því. Þó að hún geri það ekki, kann að vera að gestir eigi rétt á endurgreiðslu í ákveðnum tilvikum samkvæmt reglum okkar um endurbókun og endurgreiðslu eða ef gildar málsbætur liggja fyrir.

Gekk gestaumsjónin hjá þér ekki alveg eins og best var á kosið? Kynntu þér hvernig þú getur veitt endurgreiðslu að hluta til.

Afbókun eftir innritun

Afbóki gestur eftir innritun, verður viðkomandi að yfirgefa eignina samstundis og skilmálar afbókunarreglu þinnar gilda áfram.

Að breyta afbókunarreglunni

Viltu breyta afbókunarreglunni hjá þér? Svona breytir þú stillingum fyrir stefnur og reglur.

Athugaðu: Breytingar á afbókunarreglu gilda aðeins um nýjar bókanir og hafa engin áhrif á bókanir sem eru í vinnslu eða hafa þegar verið staðfestar.

    Var þessi grein gagnleg?

    Greinar um tengt efni

    Fáðu aðstoð í tengslum við bókanir, aðganginn þinn og fleira.
    Innskráning eða nýskráning