Stökkva beint að efni
  Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum
  Gestgjafar sem bjóða gistingu

  Hvar sé ég tekjur mínar af Airbnb vegna skatta?

  Þú getur alltaf notað aðganginn þinn að Airbnb til að skoða tekjur, hvort sem þú vilt sjá ítarlegar upplýsingar um tiltekna færslu eða stöðuskýrslu.

  Þú berð ábyrgð á að ákvarða skattskylda upphæð, af heildartekjunum þínum, sem þú gefur upp á skattskýrslunni þinni. Við mælumst til þess að þú leitir til skattráðgjafa ef þú þarfnast aðstoðar við að draga frá frádráttarbærar tekjur.

  Færsluskrá

  Færslur má sía eftir útborgunarmáta, skráningu og dagsetningum í færsluskránni þinni. Á færsluskránni koma fram allar færslur sem hefur verið lokið, og á eftir að ljúka, auk möguleika á að skoða vergar tekjur.

  Nánari upplýsingar um hvernig færsluskráin virkar.

  Tekjuyfirlit í árslok (aðeins í BNA)

  Allar útborgaðar færslur á almanaksárinu koma fram á tekjuyfirlitinu þínu, bæði hreinar og vergar tekjur. Innifalið í vergum tekjum er allur frádráttur vegna staðgreiðslu skatta og leiðréttingar sem gætu hafa lækkað útborgun á árinu. Þessar upphæðir geta nýst við að gefa upp tekjur í skattskýrslu. Tekjuryfirlit fyrir umrætt ár verður tilbúið í lok janúar.

  Tekjuyfirlitið er eins og er aðeins hægt að sjá í USD. Tekjuyfirlitið sýnir gengið sem var í gildi á færsludeginum ef þú fékkst greitt út í annarri mynt.

  Greinar um tengt efni
  Fékkstu þá aðstoð sem þú þurftir?
  Ertu ekki gestgjafi sem býður gistingu?
  Veldu annað hlutverk til að finna réttu hjálpina fyrir þig.