Stökkva beint að efni
  Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum
  Fréttir af COVID-19
  Til að finna leiðir til að afbóka og fá endurgreitt opnar þú stjórnborðið þitt. Hægt er að fella niður bókanir sem eru gjaldgengar samkvæmt reglum okkar um gildar málsbætur fyrir innritun án viðurlaga og án áhrifa á stöðu ofurgestgjafa.

  Hvaða þættir hafa áhrif á það hvernig skráningin mín kemur fram í leitarniðurstöðum?

  Markmiðið með algrími Airbnb fyrir leitarröðun er að hjálpa gestum að finna fullkomnu eignina fyrir ferðina sína; og að hjálpa gestgjöfum að finna réttu gestina fyrir eignina sína. Við skoðum næstum 100 mismunandi þætti fyrir hverja skráningu fyrir hverja leit (og hafðu engar áhyggjur, þú þarft ekki að vera fullkomna einkunn á hverjum skala til að koma framarlega í leit).

  Nákvæmt yfirlit eiginleikanna sem við skoðum er trúnaðarmál en þau skiptast í grunninn í eftirfarandi flokka:

  Þarfir gesta: Við skoðum þætti sem tengjast gestinum, þar með talið hvaðan viðkomandi leitar, fyrri ferðir, hvaða eignir viðkomandi hefur smellt á eða bætt við óskalistann sinn og fleira.

  Skráningarupplýsingar: Við skoðum atriði eins og fjölda fimm stjörnu umsagna, verð, staðsetningu eignar, hvort hraðbókun er í boði, hve hratt gestgjafinn bregst við fyrirspurnum og margt fleira.

  Ferðaupplýsingar: Við tökum tillit til fjölda gesta á ferð, lengd ferðar, hvenær ferðin hefst, hvort lágmarks- eða hámarksverð hefur verið tilgreint og ýmislegt annað.

  Hér eru frekari upplýsingar ef þú hefur áhuga:

  Að skilja leitendur

  Til að skilja hvernig gestir hafa brugðist við skráningunni þinni í fyrri leitum skoðum við mörg merki en mikilvægustu þættirnir eru:

  • Smellir í leitarniðurstöðum: Þegar skráning er sýnd í leitarniðurstöðum er það góðs merki þegar gestir smella á skráninguna til að fá frekari upplýsingar. Við pössum að telja einungis smelli frá mismunandi gestum til að ferlið sé örugglega sanngjarnt fyrir gestgjafana.
  • Beiðnir frá skráningarsíðu: Við skoðum hve oft gestir óska eftir að bóka þegar þeir skoða skráninguna þína. Við höfum tekið eftir því að árangursríkar skráningar hjálpa gestum vel að ákveða hvar þeir vilja bóka.

  Að skilja skráningar

  Eftirfarandi eru nokkrir þeirra þátta sem gestgjafar hafa mesta stjórn á:

  • Umsagnir: Leitarniðurstöðurnar taka mið af fjölda lokinna ferða og umsögnum og einkunnum gesta. Þó að góðar umsagnir séu undirstaða góðs gengis í leitinni hafa nokkrar lélegar einkunnir eða skortur á umsögnum gesta ekki endilega mikil áhrif á röðina.
  • Verð: Við höfum tekið eftir því að verðið er einn stærsti ákvörðunarþátturinn sem gestir skoða þegar þeir bera skráningar saman. Því er mikilvægt að vera með samkeppnishæft verð miðað við aðra á markaðnum.
  • Ofurgestgjafi: Þó svo að skráningin komist ekki framar fyrir að vera merkt ofurgestgjafa hafa atriðin sem gera þig að ofurgestgjafa jákvæð áhrif.
  • Nýjar skráningar: Við sjáum til þess að nýjar skráningar komi vel fyrir í leitarniðurstöðum svo að glænýjir gestgjafar fái byr í seglin.

  Reynsla gesta við bókun

  Besta leiðin til að gestir bóki áfram hjá Airbnb er að tryggja að reynsla þeirra sé góð og við setjum skráningar því framar þegar gestgjafar hafa sýnt að þeir bregðist hratt við fyrirspurnum.

  • Svarhlutfall og svartími: Að svara beiðnum innan sólarhrings bætir niðurstöður í leit.
  • Höfnun: Þegar gestgjafar vilja að gestir óski eftir bókun er fylgst með því fyrir leitarniðurstöðurnar hve margir gestir óska eftir að bóka en fá höfnun. Það getur verið nauðsynlegt að hafna bókun og leitarniðurstöður taka því frekar mið af því hvernig mynstur kemur fram á vikum og mánuðum en einstökum skiptum.
  • Hraðbókun: Gestir á Airbnb kunna að meta fljóta og þægilega bókun og eru líklegastir til að bóka þegar hraðbókun er í boði. Leitinni er ætlað að sýna gestum skráningar sem er líklegt að þeir bóki og skráningar með hraðbókun eru því framar í röðinni. Skráningar þar sem er óskað eftir að bóka (ekki með hraðbókun) geta þó komið framarlega í leitarniðurstöðum ef önnur atriði við bókun eru góð.

  Staðsetning

  Í leitarniðurstöðum er reynt að sýna skráningar þar sem gestir hafa mestan áhuga á að bóka. Við tókum eftir því að það hjálpar gestum að finna eign fyrir ferðina sína og verður til þess að gestgjafar fá fleiri bókanir. Við förum því yfir fyrri bókanir gesta til að gera þetta. Við getum séð hvar er líklegast að gestir bóki þegar þeir leita að tileknum bæ eða borg.

  Sýnileiki í leit

  Þó að það sé ekki beinn hluti af leitarröðun skiptir máli að uppfylla skilyrði og koma fram í leitum á staðnum til að ná góðum árangri. Hér eru nokkrir þættir sem er gott að hafa í huga:

  • Seinkuð virkjun: Það líða 6 til 24 klst frá því að skráning er stofnuð þar til hún kemur fram í leit svo að gestgjafar hafi nægan tíma til að yfirfara stillingarnar hjá sér.
  • Hámarks- og lágmarksdvöl: Lágmarks- og hámarksdvöl skráningar verður að henta svo að hún komi fram í leitum þar sem gestir tilgreina ferðadaga. Ef gestgjafi vill koma fram í eins mörgum leitum og hægt er ætti lágmarksdvöl að vera eins stutt og möguleg er en hámarksdvöl ætti einnig að vera lengri.
  • Langtímagisting: Sumir gestir á Airbnb eru að leita sér að gistingu í meira en 28 daga. Bjóða verður mánaðarafslátt af grunnverðinu svo að verð gesta sé sanngjarnt og til að skráningin komi fram í þessum leitum.

  Við erum sífellt að uppfæra kerfin okkar til að ná betri árangri fyrri gestgjafa og gesti á verkvangur og því má vera að þessum þáttum sé breytt og þeir prófaðir.

  Greinar um tengt efni
  Fékkstu þá aðstoð sem þú þurftir?