Stökkva beint að efni
Notaðu upp og niður örvalyklana til að skoða tillögurnar.
Stökkva að meginmáli hjálpar

Get ég hafnað bókunarfyrirspurnum eða -beiðnum?

Þú getur alltaf hafnað bókunarfyrirspurnum eða -beiðnum sem þú getur ekki sinnt en þú ættir að gera það innan sólarhrings. Hvort sem þú samþykkir eða hafnar er tíminn sem þú tekur í að svara beiðnum tekinn með þegar svarhlutfall þitt er mælt.

Þegar þú hafnar bókunarbeiðni geturðu valið að loka dagsetningunum í dagatalinu eða haldið þeim opnum fyrir aðra sem vilja bóka. Uppfærðu dagatalið þitt reglulega svo að þú fáir einungis bókunarbeiðnir þá daga sem þú getur tekið á móti gestum.

Ef þú skiptir um skoðun og vilt veita gistingu sem þú hefur áður hafnað getur þú beðið gestinn um að senda nýja beiðni eða sent gestinum sértilboð eða forsamþykki.