Stökkva beint að efni
  Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum

  Hvað ætti ég að gera ef ég tel að einhver hafi skráð sig inn á aðganginn minn á Airbnb?

  Ef þú telur að einhver hafi skráð sig inn á aðganginn þinn skaltu yfirfara hann strax með því að opna https://www.airbnb.com/review_your_account.

  Fylgdu leiðbeiningunum á skjánum til að yfirfara og afturkalla breytingar sem þú heimilaðir ekki. Meðan á ferlinu stendur má vera að beðið verði um að þú:

  • Breytir um lykilorð fyrir Airbnb
  • Skoðir nokkur síðustu skiptin sem aðgangurinn þinn var notaður og staðfestir að þú þekkir tækin og staðsetningar sem notuð voru við innskráningu
  • Athugir hvort einhver hafi átt við samskiptaupplýsingar þínar, notandamynd, skráningu og útborgunarmáta
  • Staðfestir að þú hafir gert þær bókanir, ef nokkrar, sem gerðar hafa verið gegnum aðganginn þinn

  Ef eitthvað virðist öðruvísi en það á að vera getum við aðstoðað þig við að skilja hvaða breytingar voru gerðar og hvernig þú getur afturkallað þær. Til að koma í veg fyrir að óviðkomandi tengist aðganginum þínum skaltu lesa ábendingar okkar um hvernig þú getur tryggt öryggi aðgangsins þíns.

  Ef þú notar sama lykilorð fyrir tölvupóstfangið þitt og aðganginn að Airbnb ættir þú einnig að breyta lykilorðinu fyrir tölvupóstinn þinn.