Tillögur birtast þegar slegið er inn í leitarreitinn. Notaðu örvarnar upp og niður við yfirferð. Ýttu á „enter“ til að velja. Ef nokkur orð eru valin saman eru þau notuð sem leitarstrengur. Ef tillagan er hlekkur opnast sú síða í vafranum.
Leiðbeiningar

Tillögulisti gestgjafa

Við hjá Airbnb viljum einfalda gestaumsjónina fyrir alla gestgjafa okkar.

Við vitum að gestgjafar þurfa oft á aðstoð að halda við regluleg verk, sérstaklega þegar um nýja gestgjafa er að ræða. Þess vegna kynnum við nú nýjan eiginleika: Tillögulista gestgjafa.

Tillögulisti gestgjafa er nýr eiginleiki á Airbnb. Mögulegt er að ekki séu enn komnar tillögur að þjónustuveitendum frá gestgjöfum þar sem þú ert.

Nánar um listann

Listinn hjálpar gestgjöfum að nálgast þjónustu sem aðrir gestgjafar á svæðinu hafa mælt með, svo sem ræstingar, viðhald, málingarvinnu og fleira. Allir þjónustuveitendur á listanum þurfa fyrst að fá meðmæli gestgjafa með minnst eina eign á skrá sem hefur reynslu af þjónustu viðkomandi.

Þú getur haft beint samband við þjónustuveitanda með því að nota símanúmerið eða netfangið sem kemur fram á listanum.

Kynntu þér þjónustuskilmálana.

Að finna þjónustuveitanda á svæðinu

Tillögulistinn getur komið að góðu gagni þegar þú þarft á þjónustuveitanda að halda fyrir heimilið en veist ekki hver gæti mælt með rétta aðilanum í verkið:

  1. Opnaðu tillögulista gestgjafa
  2. Þjónustuveitendur sem gestgjafar á svæðinu hafa mælt með birtast á kortinu
  3. Notaðu síuna til að velja tiltekna þjónustu
  4. Hafðu beint samband við þjónustuveitandann með upplýsingunum sem birtast

Að nota tillögulistann

Airbnb innheimtir engan kostnað af gestgjöfum fyrir að nýta sér tillögulista gestgjafa og við innheimtum engan kostnað af þjónustuveitendum fyrir að koma fram í listanum.

Gættu þess að spyrja þjónustuveitanda út í verð og gjöld áður en þú nýtir þér þjónustu viðkomandi. Útskýrðu hvers konar þjónustu þú þarfnast og hvers þú væntir af þjónustuveitandanum. Ef þú þarft ræstingaþjónustu sem dæmi, skaltu útskýra nákvæmlega hvar og hvað þarf að þrífa (svefnherbergi, eldhús o.s.frv.); hve oft og klukkan hvað.

Kynntu þér hvað aðrir gestgjafar hafa að segja

Við mælum með því að þú deilir engum persónulegum eða fjárhagslegum upplýsingum þar til þú hefur talað við eða hitt þjónustuveitandann í eigin persónu. Ef þú ert í vafa með hvort þú ættir að versla við tiltekinn þjónustuveitanda getur þú spurt meðlimi gestgjafahópsins á staðnum nánar út í viðkomandi.

Skoðaðu þessa síðu um öryggisábendingar við gestaumsjón.

Réttindi og leyfi

Ekki ganga að því vísu að þjónustuveitandi sem gestgjafi hefur mælt með búi endilega yfir öllum nauðsynlegum réttindum og leyfum. Þú ættir ávallt að:

  • Ganga úr skugga um að þjónustuveitandi hafi réttindi til að sinna þeirri þjónustu sem þú sækist eftir
  • Staðfesta að viðkomandi búi yfir tilskildum leyfum, heimildum, tryggingum o.s.frv. fyrir tilgreinda þjónustu

Ef þú þarft til dæmis pípara til að gera við lögn sem lekur skaltu ganga úr skugga um að þjónustuveitandinn sé í raun pípari með öll viðeigandi réttindi.

Mælt með þjónustuveitanda

Þegar gestgjafi kemur með tillögu að þjónustuveitanda sem viðkomandi hefur reynslu af munum við hafa samband við þjónustuveitandann til að staðfesta samskiptaupplýsingar og fullvissa okkur um að viðkomandi vilji koma fram á tillögulistanum.

Svona mælir þú með þjónustuveitanda:

  1. Opnaðu síðuna til að mæla með þjónustuveitanda
  2. Gefðu upp nafn og netfang þjónustuveitandans
  3. Veldu þá þjónustu viðkomandi sem þú hefur reynslu af og vilt mæla með
  4. Sendu inn tillöguna

Komdu aðeins með tillögu að þjónustuveitendum sem þú hefur reynslu af og vilt mæla með fyrir aðra gestgjafa.

Fáðu leyfi frá þjónustuveitandanum

Láttu þjónustuveitandann vita áður en þú sendir inn tillögu. Gættu þess að fá leyfi til að deila upplýsingum viðkomandi með Airbnb.

Gakktu einnig úr skugga um að netfangið sem þú gefur upp hjá þjónustuveitandanum sé rétt. Margir gestgjafar gætu stungið upp á sama þjónustuveitandanum, bæði fyrir samskonar eða mismunandi þjónustu.

Netfang

Ef þjónustuveitandinn er nú þegar með aðgang að Airbnb er ráðlegt að nota netfangið sem viðkomandi notar fyrir þann aðgang. Ef þjónustuveitandinn er ekki með aðgang að Airbnb getur viðkomandi stofnað aðgang með netfanginu sem þú tilgreinir þegar þú mælir með viðkomandi.

Athugaðu: Tillögulisti gestgjafa er ekki ætlaður til þess að auglýsa eignir eða til kynningar í eigin þágu. Listinn er eingöngu ætlaður til þess að hjálpa gestgjöfum að finna þjónustuveitendur sem aðrir gestgjafar hafa mælt með.

Skráning á listann

Til að fullvissa okkur um að tiltekinn þjónustuveitandi vilji koma fram á listanum sendum við tölvupóst á netfangið sem gestgjafinn gaf upp fyrir viðkomandi.

Þjónustuveitandinn þarf að:

  1. Skrá sig inn á aðgang sinn að Airbnb með netfanginu sem gestgjafinn sem mælti með þjónustunni gaf upp. Ef þjónustuveitandinn er ekki nú þegar á Airbnb getur viðkomandi stofnað aðgang með þessu netfangi.
  2. Staðfesta og uppfæra samskiptaupplýsingar sínar fyrir tillögulistann, svo sem nafn og símanúmer.
  3. Haka í viðeigandi reiti til að velja þjónustu sem mælt var með og viðkomandi vill að komi fram í tillögulistanum.

Ef þjónustuveitandi vill ekki koma fram í tilögulistanum getur hann afhakað við alla þjónustu sem mælt hefur verið með á nafni viðkomandi.

    Athugaðu: Ef þú ert þjónustuveitandi og færð töluvpóst um að vera hluti af tillögulistanum en ert ekki viss hvort um svindlpóst sé að ræða getur þú kynnt þér hvernig bera má kennsl á lögmætan tölvupóst frá Airbnb hér.

    Að breyta meðmælastillingum

    Þjónustuveitendur geta notað stillingarnar í tillögulista gestgjafa til að gera breytingar á samskiptaupplýsingum sínum og velja hvaða þjónusta sem mælt hefur verið með þeir vilja að komi fram í tillögulistanum.

    Að velja meðmæli

    Öll tiltekin þjónusta þjónustuveitanda sem gestgjafi mælir með er sýnd á lista. Þjónustuveitandinn getur síðan valið og afvalið þá þjónustu sem mælt er með og viðkomandi vill að komi fram í tillögulistanum.

    Ef þjónustuveitandi hefur sem dæmi fengið meðmæli sem rafvirki og garðyrkjutæknir, getur viðkomandi valið um að bæði komi fram á tillögulistanum, annað þessara tveggja atriða eða hvorugt.

    Athugaðu: Ekki er hægt að breyta netfangi þjónustuveitanda. Breytingar á stillingum koma yfirleitt fram á tillögulistanum stuttu eftir að þær eru gerðar en stundum getur liðið aðeins lengri tími.

    Afskráning úr tillögulistanum

    Ef þjónustuveitandi kærir sig ekki lengur um að koma fram í tillögulistanum eða vill gera hlé um tíma, getur viðkomandi opnað stillingar fyrir tillögulista gestgjafa og afhakað við alla þjónustu sem meðmæli hafa borist fyrir. Þjónustuveitandinn og samskiptaupplýsingar viðkomandi birtast ekki lengur á tillögulistanum eftir að stillingarnar hafa verið vistaðar.

    Að endurvirkja meðmæli

    Þjónustuveitandi getur skráð sig inn á aðgang sinn að Airbnb hvenær sem er og opnað stillingar til að endurvirkja meðmælin.

    Þú finnur frekari upplýsingar um afvirkjun eða eyðingu aðgangs að Airbnb hér.

    Var þessi grein gagnleg?
    Fáðu aðstoð í tengslum við bókanir, aðganginn þinn og fleira.
    Innskráning eða nýskráning