Tillögur birtast þegar slegið er inn í leitarreitinn. Notaðu örvarnar upp og niður við yfirferð. Ýttu á „enter“ til að velja. Ef nokkur orð eru valin saman eru þau notuð sem leitarstrengur. Ef tillagan er hlekkur opnast sú síða í vafranum.
Leiðbeiningar
Gestur

Hvað verður um greiðslu þína þegar bókunarbeiðni er hafnað eða ef hún rennur út?

Ef bókunarbeiðni þinni er hafnað af gestgjafanum eða ef hún rennur út verður greiðsluheimildinni á greiðslumátanum aflétt. Þú færð endurgreiðslu ef greiðslumáti þinn hefur þegar verið skuldfærður.

Greiðsluheimild eða samþykki verður aflétt

Við gætum óskað eftir greiðsluheimild þegar þú sendir bókunarbeiðni, svo kallað samþykki, með þeim greiðslumáta sem þú notar og fyrir allri bókunarfjárhæðinni.

Þegar bókunarbeiðni þinni er hafnað eða ef hún rennur út kemur heimildin annaðhvort fram sem endurgreiðsla á greiðslumátanum eða henni er eytt út. Það getur tekið allt að sjö virka daga að draga heimildarbeiðnina til baka eftir því hver úrvinnslutíminn er hjá bankanum eða fjármálastofnuninni þinni.

Skuldfærslan verður endurgreidd á greiðslumátann þinn

Sums staðar er þess krafist að heildarupphæð bókunarinnar sé skuldfærð þegar þú sendir bókunarbeiðni.

Við sendum þér strax endurgreiðslu ef bókunarbeiðni þinni er hafnað eða ef hún rennur út. Það ræðst af banka þínum eða fjármálastofnun hve langur tími líður þar til fjárhæðin berst þér. Frekari upplýsingar um almennan úrvinnslutíma endurgreiðslna.

Ef gestgjafinn samþykkir bókunarbeiðnina þína

Bókunin er staðfest ef gestgjafinn samþykkir bókunarbeiðnina þína. Heimild á greiðslumáta þínum verður að raunverulegri skuldfærslu og upphæðin dregin af greiðslumátanum. Ef skuldfærsla hefur þegar farið fram helst skuldfærslan á greiðslumátanum þínum óbreytt.

Var þessi grein gagnleg?

Greinar um tengt efni

Fáðu aðstoð í tengslum við bókanir, aðganginn þinn og fleira.
Innskráning eða nýskráning