Tillögur birtast þegar slegið er inn í leitarreitinn. Notaðu örvarnar upp og niður við yfirferð. Ýttu á „enter“ til að velja. Ef nokkur orð eru valin saman eru þau notuð sem leitarstrengur. Ef tillagan er hlekkur opnast sú síða í vafranum.
Samfélagsreglur

Verndun friðhelgi þinnar

Hér eru nokkrar grunnreglur um það sem við leyfum og leyfum ekki til að standa vörð um friðhelgi einkalífsins.

Það sem við leyfum

  • Aðgangur gestgjafa: Gestgjafar mega fara aftur inn í eign sína eða inn í herbergi gests í sameiginlegri eign, en aðeins ef um neyðartilvik er að ræða eða ef gestur hefur veitt skýrt samþykki fyrir því.

Það sem við leyfum ekki

  • Aðgangur án leyfis: Gestgjafar og gestir mega ekki fara inn, né reyna að fara inn á einkasvæði nema að hafa fengið leyfi fyrir því eða ef um neyðartilvik sé að ræða.
    • Þegar um gistingu í heilli eign er að ræða á þessi regla við um eignina sjálfa og lóð hennar.
    • Þegar um gistingu í sameiginlegri eign er að ræða á þessi regla við um sameiginleg baðherbergi ásamt öðrum svæðum þar sem aðilar vænta næðis, svo sem svefnherbergi eða einkabaðherbergi.
  • Notkun á einkamunum annarra: Gestgjafar og gestir mega ekki nota einkamuni annarra nema þeir hafi leyfi til þess.
  • Truflun í einkarými: Gestgjafar og gestir mega ekki brjóta gegn réttindum annarra til að njóta friðhelgi í einkarými, svo sem með athæfi eins og að njósna um einhvern.
  • Miðlun efnis án samþykkis: Ekki má birta einkaupplýsingar né myndir eða myndskeið af samfélagsmeðlimum opinberlega nema viðkomandi hafi veitt leyfi fyrir því.

Öryggismyndavélar og upptökubúnaður: Frekari upplýsingar um hvernig við nálgumst öryggismyndavélar og upptökubúnað.

Var þessi grein gagnleg?

Greinar um tengt efni

Fáðu aðstoð í tengslum við bókanir, aðganginn þinn og fleira.
Innskráning eða nýskráning