Tillögur birtast þegar slegið er inn í leitarreitinn. Notaðu örvarnar upp og niður við yfirferð. Ýttu á „enter“ til að velja. Ef nokkur orð eru valin saman eru þau notuð sem leitarstrengur. Ef tillagan er hlekkur opnast sú síða í vafranum.
Samfélagsreglur

Að berjast gegn hatri, áreitni og mismunun

Við viljum að gisting og upplifanir gestgjafar okkar og gesta séu án áreitni og mismununar.

Það sem við leyfum ekki

  • Einelti og áreitni: Enginn ætti að verða fyrir óæskilegri hegðun svo sem einelti, rafrænu einelti, áreitni eða umsátri.
  • Mismunun með neitun á þjónustu: Gestgjafar mega ekki neita gestum um þjónustu á grundvelli þess að gesturinn tilheyri hópi eða flokki (svo sem vegna þess að gesturinn sé af tilteknum kynþætti eða aðhyllist tiltekin trúarbrögð) eins og útskýrt er í reglum okkar gegn mismunun..
  • Mismunandi meðferð: Gestgjafar ættu ekki að beita mismunandi meðferð eða reglum eða hegða sér öðruvísi gagnvart gestum sem njóta sérstakrar verndar að lögum vegna stöðu sinnar.
  • Hættuleg orðræða: Enginn ætti að sitja undir orðræðu þar sem talað er um að skaða viðkomandi, viðkomandi er sviptur mannlegum eiginleikum eða fullyrt er að viðkomandi ógni eða valdi öðrum líkamlegri hættu sem byggir á því að viðkomandi njóti sérstakrar verndar að lögum vegna stöðu sinnar.
  • Rógur, hatursorðræða og niðrandi mál: Enginn ætti að verða fyrir fordómum sem tengjast stöðu annars einstaklings sem nýtur sérstakrar verndar að lögum þ.m.t. yfirlýsingar með fyrirlitningu eða andstyggð eða um að eitthvað skorti líkamlega, andlega eða siðferðilega hjá viðkomandi.
  • Að nota fyrra nafn eða kyn transfólks: Ekki ætti að vísa til transfólks með nafni eða persónufornöfnum sem viðkomandi notaði fyrir kynskiptingu ef viðkomandi lætur vita að nota eigi önnur orð eftir kynskiptingu.
  • Kóðað mál og öráreitni: Enginn ætti að verða fyrir orðalagi sem byggir á djúpstæðum samfélagslegum staðalmyndum fólks sem nýtur sérstakrar verndar að lögum vegna stöðu sinnar.
  • Myndir, tákn og hlutir sem stuðla að hatri eða mismunun eða eru móðgandi: Enginn ætti að þurfa að líða myndir sem varpa rýrð á trúarbrögð eða menningu, myndir með niðrandi eða kóðuðu máli eða myndir, tákn eða slagorð sem tengjast öfga- eða haturshópum.

Við erum þér innan handar

Ef þú verður vitni að eða upplifir hegðun sem brýtur gegn reglum okkar skaltu láta okkur vita.

Þessar leiðbeiningar lýsa ekki öllum mögulegum tilfellum en þær eiga að gefa almenna yfirsýn yfir samfélagsreglur Airbnb.

Var þessi grein gagnleg?

Greinar um tengt efni

  • Gestur

    Að tilkynna og loka á notanda

    Veldu samtalið við einstaklinginn sem þú vilt tilkynna eða loka á og fylgdu leiðbeiningunum.
  • Gestur

    Að vera tillitssamur gestur

    Tengsl við aðra samfélagsmeðlimi okkar eru lykilatriði í ferðalögum, allt frá því að deila sögunni í æviágripinu að því að skrifa heiðarlega…
  • Hvernig afbóka ég upplifun?

    Þú getur yfirfarið endurgreiðslufjárhæðina áður en þú staðfestir breytinguna í afbókunarferlinu.
Fáðu aðstoð í tengslum við bókanir, aðganginn þinn og fleira.
Innskráning eða nýskráning