Tillögur birtast þegar slegið er inn í leitarreitinn. Notaðu örvarnar upp og niður við yfirferð. Ýttu á „enter“ til að velja. Ef nokkur orð eru valin saman eru þau notuð sem leitarstrengur. Ef tillagan er hlekkur opnast sú síða í vafranum.
Samfélagsreglur

Að skrifa viðeigandi og hlutlausar umsagnir

Við viljum að þú getir verið viss um að umsagnirnar sem þú lest á Airbnb séu ósviknar, áreiðanlegar og gagnlegar. Umsagnir koma aðeins að gagni þegar sá sem skrifar þær segir réttilega og heiðarlega frá reynslu sinni, hvort sem hún er jákvæð eða neikvæð.

Það sem við heimilum ekki

  • Umsagnir sem átt er við: Að reyna að hafa áhrif á umsögn gests eða gestgjafa með hótunum eða hvata á sér engan stað í samfélagi okkar.
  • Umsagnir keppinauta: Staðfestir keppinautar tiltekins gestgjafa mega ekki skrifa neikvæða umsögn í þeim tilgangi að fá gesti til að hætta við að bóka gistingu eða upplifun sem gestgjafinn býður.
  • Hagsmunaárekstur: Ekki er heimilt að ganga frá bókunum í þeim eina tilgangi að hagræða umsagnakerfinu með fölskum umsögnum og fölskum einkunnum.
  • Óviðeigandi eða hlutdrægar umsagnir: Umsagnir sem eru hlutdrægar, skrifaðar í hefndarskyni eða innihalda ekki viðeigandi eða gagnlegar upplýsingar gætu verið fjarlægðar.
  • Efni sem brýtur gegn reglum: Allt annað efni sem fylgir ekki reglum Airbnb um efnisinnihald á sér engan stað í samfélagi okkar.

Frekari upplýsingar um umsagnareglur Airbnb.

Þótt þessar leiðbeiningar lýsi ekki öllum mögulegum aðstæðum sem geta komið upp eiga þær að gefa almenna yfirsýn yfir samfélagsreglur Airbnb.

Var þessi grein gagnleg?

Greinar um tengt efni

Fáðu aðstoð í tengslum við bókanir, aðganginn þinn og fleira.
Innskráning eða nýskráning