Bannað efni
Við bönnum sumt vefefni í þeirri viðleitni að sýna öllum samfélagsmeðlimum okkar tillitssemi. Þetta á við um lýsingar og myndir af gistingu og upplifunum. Þessi síða veitir almennar leiðbeiningar um samfélagsreglur Airbnb og nær ekki yfir allar mögulegar aðstæður.
Með því að birta efni á verkvangi Airbnb samþykkir þú að fylgja reglum okkar um efnisinnihald.
Athugaðu
Við áskiljum okkur rétt til að fjarlægja allt efni, í heild sinni eða að hluta til, sem brýtur í bága við reglur okkar um efnisinnihald. Ef um endurtekin eða alvarleg brot er að ræða gætum við einnig takmarkað, fryst eða fjarlægt viðkomandi aðgang að Airbnb.
Það sem við heimilum
Nekt og kynferðislegt efni sem er látið vita af í skráningu: Við leyfum sum nektarlistaverk, efni með kynferðislegan undirtón og muni með kynferðislegu þema svo lengi sem gistingin eða upplifunin er ekki boðin neinum yngri en 18 ára og að því gefnu að greint sé frá þessu í skráningarlýsingunni.
Gestir eiga ekki að verða fyrir áfalli eða óþægindum vegna óvænts efnis sem ætlað er fullorðnum í bókun á vegum Airbnb. Í úrræðamiðstöðinni okkar má finna ráð um hvernig má búa til áhugaverða skráningarsíðu.
Það sem við heimilum ekki
- Efni sem brýtur gegn reglum: Allt efni sem brýtur gegn reglum okkar um efnisinnihald eða reglum okkar um höfundarétt.
- Ofbeldisfullt eða gróft efni í gistiaðstöðu: Gestgjafar ættu ekki að sýna myndir af líkamsmeiðingum í rýmum sem deilt er með gestum nema þær hafi sögulega eða menningarlega þýðingu. Birting slíks efnis verður að koma fram skriflega í skráningarlýsingunni.
- Ofbeldisfullt eða gróft efni í skráningarlýsingu: Gestgjafar ættu ekki að vera með myndir af líkamsmeiðingum í skráningarlýsingunni.
- Kynferðislegt efni á Airbnb: Kynferðislegt myndefni (myndir eða myndskeið) er ekki heimilt á Airbnb. Sumt kynferðislegt efni, nektarlistaverk eða myndefni með kynferðislegan undirtón, svo lengi sem það er ekki á ljósmynda- eða myndbandsupptökuformi (s.s. málverk, höggmyndir o.s.frv.), er þó leyft á verkvangi Airbnb að því tilskildu að slíkt efni sé birt í þeim tilgangi að tilgreina fyrir fram hvaða munir af kynferðislegum toga megi finna í tiltekinni eign eða upplifun.
- Kynferðislegt orðbragð: Gestgjafar mega ekki sýna eða nota orðfæri eða ritmál sem ætlað er að vekja kynferðislega hrifningu eða sem inniheldur tilvísanir eða kynferðislegar athafnir.
Þarftu aðstoð?
Ef þú verður vitni að eða upplifir hegðun sem brýtur gegn reglum okkar skaltu láta okkur vita.
Greinar um tengt efni
- Gestgjafi
Eru einhver takmörk fyrir því hvað ég get skráð sem gistiaðstöðu?
Eignirnar sem við hjá Airbnb tökum við á síðuna okkar eru af ýmsum toga en skilyrði okkar gilda. - Gestur
Viðmið fyrir viðeigandi og hlutlausar umsagnir
Við viljum að fólk geti treyst því að umsagnir á Airbnb séu réttar og án utanaðkomandi áhrifa. Umsagnir eru bara hjálplegar þegar sá sem skr… Hvernig umsagnir ganga fyrir sig
Umsagnir eru frábær leið fyrir gestgjafa og gesti til að gefa gagnkvæmar athugasemdir. Við erum með upplýsingar hér um allt er varðar umsagn…