Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum

  Hvað eru netupplifanir?

  Netupplifanir eru lifandi og gagnvirkir myndfundir fyrir litla hópa. Gestgjafarnir eru sérfróðir, samskipti eru á Netinu og í þeim er hægt að tengjast fólki frá öllum heimshornum.

  Munurinn á staðbundnum upplifunum og netupplifunum

  Netupplifanir fara fram á Zoom. Zoom er verkvangur þriðja aðila í skýi fyrir myndfundi og hann er hægt að nota í tölvum, spjaldtölvum og farsímum.

  Gæðaviðmið

  Upplifanir verða að standast gæðaviðmið hvort sem þær eru á Netinu eða staðbundnar. Netupplifanir verða auk þess að fullnægja öðrum kröfum.

  Umsagnir gesta

  Gestir hafa 30 daga til að skrifa umsögn að upplifuninni lokinni. Þeir geta sent gestgjöfum einkaathugasemdir og birt opinberlegar athugasemdir fyrir ókomna gesti. Frekari upplýsingar um hvernig umsagnir virka fyrir staðbundnar upplifanir og netupplifanir.

  Breytingar á bókunum

  Þú getur afbókað allt að 7 dögum áður en upplifun hefst eða innan 24 klst. frá bókun. Einnig má breyta bókun þar til 72 klst. áður en upplifun hefst. Sömu reglur um breytingar á frágengnum bókunum gilda um staðbundnar upplifanir og netupplifanir á Airbnb.

  Verðlagning

  Netupplifanir eru sjálfkrafa verðlagðar miðað við hvern gest. Gestir ættu að bóka pláss fyrir hvern einstakling sem tekur þátt í upplifuninni. Ef gestgjafi leyfir mörgum gestum að nota sama tæki mun gestgjafinn þó láta gestina vita að þeir þurfi aðeins að bóka eitt pláss á upplifunarsíðunni undir „það sem þú munt gera“ og „hvernig þátttaka fer fram“.

  Endurgreiðslur

  Gestir eiga rétt á fullri endurgreiðslu fyrir netupplifanir komi upp tæknivandamál, svo sem vegna hljóðs eða myndar, hvort sem þau koma upp á tæki gesta eða gestgjafa. Endurgreiðslureglur má lesa í heild í grein um reglur um endurgreiðslu til gesta vegna upplifana.

  Úrlausnarmiðstöð

  Hvort sem þú ert gestur eða gestgjafi getur þú notað úrlausnarmiðstöðina ef þú þarft að senda peninga, óska eftir greiðslu, borga fyrir viðbótarþjónustu eða óska eftir endurgreiðslu sem fellur ekki undir afbókunarreglu.

  Fékkstu þá aðstoð sem þú þurftir?

  Greinar um tengt efni