Stökkva beint að efni
  Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum
  Biðtíminn er lengri en vanalega vegna COVID-19
  Ef bókunin þín hefst eftir meira en 72 klukkustundir skaltu hafa samband við okkur þegar styttist í innritunartímann. Ef þú vilt breyta eða hætta við bókun getur þú gert það á ferðasíðunni eða stjórnborði gestgjafa.

  Af hverju hefur verið hætt við upplifanir á Airbnb sem ég bókaði?

  Hinn 11. mars 2020 lýsti Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) því yfir að faraldur COVID-19 væri orðinn að heimsfaraldri. Samkvæmt leiðbeiningum stjórnvalda og heilbrigðissérfræðinga um samskiptafjarlægð (e. social distancing) var gert hlé á upplifunum Airbnb frá 18. mars 2020 sem gildir til og með að minnsta kosti 3. apríl 2020 til að vernda heilsu og öryggi samfélags okkar.

  Við erum þeirrar skoðunar að þessar aðgerðir séu nauðsynlegar til skamms tíma til að við getum gert okkar til að hægja á dreifingu veirunnar og til langs tíma til að upplifanir njóti áfram trausts sem leið til að tengjast öðrum um allan heim.

  Hvað verður um bókanir

  Ef þú varst með bókun milli 18. mars og 3. apríl 2020 hefur sú bókun sjálfkrafa verið felld niður. Þú færð, eða hefur fengið, endurgreitt að fullu með sama greiðslumáta og þú notaðir til að bóka upplifunina. Frekari upplýsingar um hvernig endurgreiðslur virka.

  Bókun á upplifunum eftir 3. apríl

  Þú getur upplifað allar upplifanir í boði eftir 3. apríl. Airbnb fylgist áfram með ástandinu um allan heim og uppfærir samfélag okkar ef ástandið breytist.

  Afbókunarreglur upplifana á Airbnb

  Þegar upplifanir hefjast aftur mun afbókunarregla upplifana aftur gilda um afbókanir. Fjallað er um afbókanir tengdar COVID-19 í reglum okkar um gildar málsbætur. Kynntu þér grein okkar um gildar málsbætur vegna COVID-19 til að afla upplýsinga um hvaða aðstæður teljast gildar vegna COVID-19.

  Fékkstu þá aðstoð sem þú þurftir?