Stökkva beint að efni
  Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum
  Biðtími er lengri en vanalega núna
  Okkur berast eins og er margar beiðnir vegna kórónaveirunnar (COVID-19) og færri starfsmenn eru á vakt. Ef bókun þín hefst eftir meira en 72 klukkustundir skaltu hafa samband við okkur þegar styttist í innritun svo að við getum hjálpað fólki sem þarf tafarlausa aðstoð.. Þú getur breytt eða hætt við bókun á ferðasíðunni þinni eða stjórnborði gestgjafa.

  Hvaða möguleika hef ég til að afbóka gistingu vegna kórónaveirunnar (COVID-19)?

  Afbókunin gæti fallið alfarið undir reglur okkar um gildar málsbætur en það fer eftir því hvenær þú bókaðir. Við höfum fleiri valkosti ef bókun þín er ekki sjálfkrafa gjaldgeng.

  Fyrir gesti

  Sé bókun þín ekki gjaldgeng samkvæmt reglum okkar um gildar málsbætur getur þú skoðað bókunina og athugað hvort hún sé með sveigjanleika við afbókun. Ef svo er getur þú notað almennu valkostina sem bjóðast til að breyta henni eða afbóka.

  Óskað eftir að afbóka hjá gestgjafa

  Ef bókun þín var gerð fyrir 10. mars 2020 með innritun fyrir 1. júní 2020 eða gerð milli 10. mars og 1. júní 2020 gætir þú óskað eftir afbókun beint frá gestgjafanum og mögulega fengið fulla endurgreiðslu.

  Þú verður að tengjast aðganginum þínum með vafra (ekki með Airbnb appinu) til þess. Upplýsingar um hvernig óska má endurgreiðslu frá gestgjafa er að finna á borða á síðunni til að breyta eða afbóka.

  1. Opnaðu ferðir og finndu ferðina sem þú vilt hætta við
  2. Smelltu eða pikkaðu á sýna ferðaupplýsingar
  3. Úr yfirlitinu smellir þú eða pikkar á sýna nánari upplýsingar
  4. Smelltu eða pikkaðu á breyta eða afbóka
  5. Fyrir neðan afbóka smellir þú eða pikkar á næsta
  6. Veldu COVID-19 (kórónaveira) sem ástæðu afbókunar
  7. Smelltu eða pikkaðu á óska eftir fullri endurgreiðslu

  Gestgjafinn fær allt að 48 klst. til að svara eða 24 klst. ef bókunin hefst innan viku. Samþykki gestgjafinn afbókunina millifærum við endurgreiðsluna, þ.m.t. þjónustugjaldið, inn á upphaflega greiðslumátann. Frekari upplýsingar um hvernig endurgreiðslur virka.

  Þú getur afbókað þótt gestgjafinn samþykki það ekki en þá fer endurgreiðslan eftir almennri afbókunarreglu gestgjafans.

  Aðrir valkostir

  Ef bókunin þín uppfyllir ekki skilyrði reglna um gildar málsbætur og ef gestgjafinn samþykkir ekki að fella hana niður getur þú alltaf sent gestgjafanum skilaboð til að komast að því hvort hann sé reiðubúinn til að veita þér hærri endurgreiðslu í gegnum úrlausnarmiðstöðina.

  Fyrir gestgjafa

  Óski gestur eftir afbókun færðu tölvupóst þar sem spurt er hvort þú samþykkir fulla endurgreiðslu. Þú hefur 24 klst. til að bregðast við ef innritun er innan 7 daga en annars hefur þú 48 klst. til að svara. Til að svara beiðni:

  1. Í tölvupóstinum smellir þú eða pikkar á svara gesti og Airbnb opnast
  2. Smelltu annaðhvort á endurgreiða að fullu eða hafna endurgreiðslu

  Samþykkir þú fulla endurgreiðslu hefur það engin áhrif á stöðu ofurgestgjafa.

  Aðrir valkostir

  Viljir þú falla frá bókun vegna COVID-19 sem er ekki gjaldgeng samkvæmt reglum okkar um gildar málsbætur sendir þú skilaboð og biður gestinn um að afbóka. Viðurlög gestgjafa eiga ekki við um afbókanir gesta.

  Samþykki gesturinn ekki afbókunina getur þú samt afbókað en viðurlögum verður beitt.

  Fékkstu þá aðstoð sem þú þurftir?

  Skráðu þig inn til að fá sérsniðna aðstoð

  Fáðu aðstoð í tengslum við bókanir, aðganginn þinn og fleira.
  Nýskráning