Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum

  Umsagnarreglur Airbnb

  Til að byggja upp traustan vettvang biðjum við samfélag okkar um að hjálpa til við að tryggja að umsagnir á Airbnb séu gagnlegar, upplýsandi og valdi samfélagsmeðlimum okkar ekki skaða. Þess vegna gerum við ráð fyrir því að farið sé að eftirfarandi í öllum umsögnum:

  1. Umsagnir ættu ekki að brjóta gegn reglum okkar um efnisinnihald.

  Sumt efni má aldrei nota á Airbnb. Frekari upplýsingar er að finna í reglum Airbnb um efnisinnihald.

  2. Umsagnir ættu að vera óhlutdrægar

  Umsagnir gagnast best þegar upplýsingarnar í þeim eru óhlutdrægar og málefnalegar. Þess vegna leyfum við ekki fólki og fyrirtækjum sem eiga eða tengjast eign eða upplifun að birta umsagnir um rekstur sinn. Við leyfum ekki heldur fólki að birta umsagnir um aðila sem er staðfest að það eigi í beinni samkeppni við.

  Ekki má gefa neitt til að fá jákvæðar umsagnir eða hóta neikvæðri umsögn eða lofa endurgjaldi til að hafa áhrif á niðurstöður.

  Ekki má heldur samþykkja falskar bókanir í skiptum fyrir jákvæða umsögn, nota annan aðgang til að skrifa umsögn um sig eða stilla saman strengi við samstarfsfólk til að fá jákvæðar umsagnir.

  Auk þess gætu umsagnir verið fjarlægðar af verkvanginum vegna gistingar með alvarlegu broti á reglum um samkvæmi og viðburði. Þetta er gert svo að gestgjafar finni að það er í lagi að grípa til ráðstafana þegar truflandi samkvæmi er haldið án þess að þurfa að óttast hlutdræga umsögn vegna þess.

  3. Umsagnir ættu að vera viðeigandi

  Hafðu umsagnir viðeigandi fyrir Airbnb og gistingu eða upplifun þar sem gestir eru að lesa umsagnir til að kynna sér gestgjafa og skráningar þeirra. Umsagnir sem fjalla um annað geta verið misvísandi og gagnast öðrum gestum ekki við að taka upplýstar bókunarákvarðanir. Þess vegna ættir þú að leggja áherslu á samskipti við aðra samfélagsmeðlimi og hvernig þér leið meðan á gistingunni eða upplifuninni stóð.

  Til að halda umsögnum viðeigandi mælum við með því að forðast eftirfarandi:

  • Ummæli um félagslegar, pólitískar eða trúarlegar skoðanir einstaklings
  • Blót, uppnefningar og ályktanir um skapgerð eða persónuleika fólks
  • Efni sem vísar til aðstæðna sem eru ekki í höndum viðkomandi
  • Efni um þjónustu sem tengist ekki Airbnb (t.d. flugfélag, akstur með öðrum, veitingastað o.s.frv.)
  • Athugasemdir um fyrri bókanir á Airbnb, gestgjafa eða gesti eða um vöru Airbnb sem tengist ekki skráningunni, gestgjafanum eða gestinum sem verið er að meta

  Við gætum fjarlægt umsögn af verkvangi okkar ef við fáum tilkynningu um umsögn sem brýtur í bága við þessar reglur. Endurtekin brot geta orðið til þess að aðgangi eða aðgöngum þeirra sem gefa umsagnirnar verði lokað tímabundið eða varanlega.

  Tilkynning á umsögn sem brýtur í bága við reglur okkar

  Hafðu samband til að tilkynna umsögn vegna brots á umsagnarreglum Airbnb.

  Ef þér finnst umsögn vera ósönn

  Þrátt fyrir að við hvetjum alla samfélagsmeðlimi til að skrifa umsagnir með hlutlægum og nákvæmum upplýsingum miðlar Airbnb ekki málum þegar deilt er um sannsögli umsagna. Við gerum ráð fyrir að höfundar umsagna standi við efni umsagna sinna. Ef þú vilt svara umsögn skaltu kynna þér hvernig það er gert.

  Þú getur kynnt þér frekari upplýsingar um það hvernig Airbnb rannsakar og miðlar ágreiningsmálum vegna umsagna.

  Fékkstu þá aðstoð sem þú þurftir?