Tillögur birtast þegar slegið er inn í leitarreitinn. Notaðu örvarnar upp og niður við yfirferð. Ýttu á „enter“ til að velja. Ef nokkur orð eru valin saman eru þau notuð sem leitarstrengur. Ef tillagan er hlekkur opnast sú síða í vafranum.
Leiðbeiningar
Gestur

Ef gestgjafi býður þér aðra gistiaðstöðu

Stundum gæti gestgjafi boðið þér aðra skráningu ef skráningin sem þú vilt er ekki í boði og það er algjörlega undir þér komið hvort þú samþykkir hana eða hafnir.

Áður en bókun er staðfest

Ef bókunin hefur ekki enn verið staðfest og gestgjafinn býður þér að bóka aðra eign en þið höfðuð rætt um, getur þú bókað þá eign eða einfaldlega fundið annan stað.

Gættu þess að tillaga gestgjafans henti þér áður en þú staðfestir bókunina.

Eftir að bókunin hefur verið staðfest

Ef að gestgjafinn biður þig um að gista á öðrum stað en þú bókaðir og þér finnst það vera í fínu lagi getur gestgjafinn breytt bókuninni

Ef þú vilt ekki breyta bókuninni, eða ef gestgjafinn biður þig að skipta án þess að breyta bókuninni opinberlega á Airbnb, skaltu biðja gestgjafann að fella niður bókunina svo að þú getir fengið endurgreitt að fullu eða fundið aðra gistiaðstöðu.

Ef eignin er verulega frábrugðin eign gestgjafans þegar þú kemur á staðinn

Ef þú hefur þegar innritað þig og telur að eignin sé ekki sú eign sem þú bókaðir á Airbnb skaltu skjalfesta málið og senda gestgjafanum skilaboð innan þriggja sólarhringa frá því að vandamálið kemur upp. Gestgjafinn gæti mögulega lagað það strax. 

Ef eignin er verulega frábrugðin því sem auglýst var og gestgjafinn getur ekki leyst úr málinu aðstoðum við þig við að finna álíka eign á svipuðu verði í samræmi við framboð. Standi sambærileg eign ekki til boða eða kjósir þú að bóka ekki að nýju munum við endurgreiða þér að fullu eða að hluta til. Frekari upplýsingar um reglur okkar um endurgreiðslu og -bókun

Var þessi grein gagnleg?

Greinar um tengt efni

Fáðu aðstoð í tengslum við bókanir, aðganginn þinn og fleira.
Innskráning eða nýskráning