Tillögur birtast þegar slegið er inn í leitarreitinn. Notaðu örvarnar upp og niður við yfirferð. Ýttu á „enter“ til að velja. Ef nokkur orð eru valin saman eru þau notuð sem leitarstrengur. Ef tillagan er hlekkur opnast sú síða í vafranum.
Leiðbeiningar

Hvernig Airbnb styður við aðgengi

Til að auðvelda fólki með fötlun og aðrar aðgengisþarfir að ferðast með Airbnb höfum við aukið aðgengi að vefsetri okkar og appi og útbúið leiðir fyrir gestgjafa og gesti til að leggja áherslu á og finna eignir og upplifanir með góðu aðgengi.

Frekari upplýsingar um aðgengi á Airbnb.

Aðgengi á vefnum okkar og í appinu

Í samstarfi við Lighthouse for the Blind and Visually Impaired og Level Access rannsökum við hvernig sjónskert fólk notar vefinn okkar og appið með skjálestrarbúnaði. Við höfum lært mikið um það sem virkar og það sem má betur fara og höfum sett sérstakan starfshóp á laggirnar til að kenna verkfræðingum okkar og hönnuðum hvernig móta má viðmót á Netinu sem allir geta nýtt.

Rými með aðgengiseiginleikum

Gestgjafar geta lagt áherslu á eiginleika heimila sinna sem auðvelda aðgengi gesta sem nota hjólastól, staf eða önnur hjálpartæki. Ef heimili eru með engar tröppur að gangvegi að útgangi eða dyragáttir sem eru breiðari en 82 cm (32 tommur) o.þ.h. geta gestgjafar nefnt það í skráningum sínum. Auk þess þurfa gestgjafar að hlaða upp ljósmyndum í aðgengishluta skráningarsíðunnar til að sýna alla valda aðgengiseiginleika. Þetta hjálpar gestum að ákvarða hvort eignin henti þörfum þeirra. Allir aðgengiseiginleikar þurfa að uppfylla viðmið okkar varðandi skýrleika og nákvæmni. Kynntu þér viðmiðunarreglur okkar og hvernig aðgengiseiginleikum er bætt við.

Gestir geta síað leitarniðurstöður eftir aðgengiseiginleikum eins og sturtu með engum tröppum eða inngangi með engum tröppum svo að þeir viti að eignin henti vel. Kynntu þér hvernig á að leita að eignum með aðgengiseiginleikum.

Við hvetjum gestgjafa einnig til að kynna sér úrræði opinberra stofnana og leita sér sérfræðiráðgjafar varðandi lagalegar kröfur eða reglur sem kunna að eiga við um skráðar eignir. Í Bandaríkjunum geta til dæmis lög um Bandaríkjamenn með fötlun og lög um aðgengi fatlaðra í einstökum ríkjum átt við hjá tilteknum gestgjöfum. Landssamband ADA (Bandaríkjamanna með fötlun) og svæðisbundnar skrifstofur ADA gætu einnig svarað spurningum gestgjafa.

Í Bandaríkjunum getur auk þess verið að lög um Bandaríkjamenn með fötlun og lög um aðgengi fatlaðra í einstökum ríkjum eigi við um suma gestgjafa með fimm eða fleiri eignir á skrá. Við mælum með því að gestgjafar skoði ada.gov og ræði við sérfræðing sem getur gefið ráð fyrir skráninguna. Landssamband ADA (Bandaríkjamanna með fötlun) og svæðisbundnar skrifstofur ADA gætu einnig svarað spurningum gestgjafa.

Upplifanir með aðgengiseiginleikum

Gestgjafar geta lagt áherslu á þá eiginleika upplifunar sinnar sem auðvelda aðgengi gesta með aðgengisþarfir. Ef gestgjafar geta átt í samskiptum á táknmáli eða veitt gestum rólegt hvíldarrými geta þeir bætt þessum eiginleikum við skráningu sína á upplifun. Til að bæta aðgengiseiginleika við þurfa gestgjafar að leggja fram nákvæma lýsingu á eiginleikanum sem verður að vera skýr og samræmast viðmiðum okkar. Kynntu þér viðmiðunarreglur okkar og hvernig á að bæta aðgengiseiginleikum við skráningu á upplifun.

Gestir geta síað leitarniðurstöður fyrir upplifanir með því að nota aðgengissíurnar. Gestir geta til dæmis leitað að upplifunum með aðgengilegu baðherbergi eða þar sem táknmál er notað. Kynntu þér hvernig á að leita að upplifunum með aðgengiseiginleikum.

Að auki geta gestgjafar valið að leyfa einstaklingum sem aðstoða gesti með fötlun að taka þátt í upplifun án aukakostnaðar. Kynntu þér verðlagningu fyrir aðstoðarfólk.

Þjónustudýr

Okkur er ljóst að þjónustudýr eru ekki gæludýr og að þau eru eigendum sínum einstaklega mikilvæg. Gestgjafa ber að taka við þjónustudýri (jafnvel þegar gestgjafi leyfir ekki gæludýr), nema við tilteknar aðstæður sem varða heilsu og öryggi. Frekari upplýsingar um þjónustudýr.

Reglur gegn mismunun

Grunngildi samfélags okkar eru aðild og virðing og við sættum okkur ekki við mismunun af neinu tagi á Airbnb. Frekari upplýsingar um reglur gegn mismunun.

Okkur er ljóst að ekki munu öll heimili eða upplifanir geta uppfyllt þarfir gesta en gestgjafar mega ekki hafna gestum af þeirri ástæðu einni að viðkomandi sé fatlaður. Tilkynntu hvers kyns mismunun sem þú upplifir á Airbnb.

Hafa samband

Við vinnum áfram að því að auka aðgengi að Airbnb. Hafðu samband við okkur til að heyra í starfsmanni og fá aðstoð við að nota Airbnb eða tilkynna heimili sem var ranglega lýst sem aðgengilegu.

Var þessi grein gagnleg?

Greinar um tengt efni

  • Gestur

    Að taka vel á móti gestum með aðgengisþarfir

    Við tökum vel á móti og styðjum við fólk með aðgengisþarfir. Þessir samfélagsmeðlimir okkar ættu að geta treyst því að gestgjafar þeirra vei…
  • Gestur

    Aðgengisstefna

    Samfélagið okkar byggir á því að sýna öllu fólki virðingu og samkennd og í því felst líka að taka vel á móti og styðja við fólk með fötlun. …
Fáðu aðstoð í tengslum við bókanir, aðganginn þinn og fleira.
Innskráning eða nýskráning