Stökkva beint að efni
  Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum

  Hvernig tek ég á móti greiðslu með AIS korti?

  Einungis er unnt að nota AIS debetkort sem útborgunarmáta hjá Airbnb á Kúbu. Athugaðu hvort kortið komi fram þegar þú bætir við greiðslumáta til að sjá hvort þér standi það til boða. Ef þér býðst það getur þú bætt AIS kortinu þínu við sem útborgunarmáta.

  Að sækja um AIS kort

  AIS kort standa ríkisborgurum Kúbu til boða án endurgjalds. Þú getur farið á staðinn og sótt um á skrifstofu Financiera CIMEX (FINCIMEX). Nánari upplýsingar er að finna á vefsetri AISRemesasCuba.

  Þú þarft að veita upplýsingar um þig og alla aðra sem þiggja greiðslu með AIS kortinu. Þ.m.t.:

  • Tvær tegundir skilríkja
  • Staðbundið kenninúmer
  • Heimilisfang, starf og bankaupplýsingar
  • Eiðsvarna yfirlýsingu

  Þú þarft að fara á staðinn til að sækja AIS debetkortið á næstu svæðisskrifstofu við aðsetur þitt. Kortin eru almennt til afgreiðslu 5–20 virkum dögum frá því að sótt er um.

  Móttaka útborgana

  Þegar þú hefur bætt AIS kortinu þínu við sem útborgunarmáta verður þér send útborgun í USD sem verður lögð inn á AIS kortið þitt í CUC. Airbnb kann að leggja 7% viðbótargjald á alla gestgjafa á Kúbu óháð útborgunarmáta.

  Airbnb millifærir útborgun u.þ.b. 24 klukkustundum eftir innritunartíma og greiðslan er almennt lögð inn á AIS kortareikninginn innan 2–5 virkra daga, að undanskildum orlofsdögum.