Tillögur birtast þegar slegið er inn í leitarreitinn. Notaðu örvarnar upp og niður við yfirferð. Ýttu á „enter“ til að velja. Ef nokkur orð eru valin saman eru þau notuð sem leitarstrengur. Ef tillagan er hlekkur opnast sú síða í vafranum.
Reglur

Kvaðir um rússneskar vegabréfsáritanir: Algengar spurningar

Athugaðu að þessari síðu er aðeins ætlað að veita yfirlit yfir kvaðir vegna vegabréfsáritana í Rússlandi og upplýsingarnar eru ekki ítarlegar. Við leggjum okkur fram um að veita réttar upplýsingar en síðan er ekki uppfærð reglulega svo að upplýsingarnar geta verið orðið úreltar eða ófullnægjandi. Áður en þú sækir um rússneska vegabréfsáritun hvetjum við þig til leita upplýsinga hjá þjónustuveitanda fyrir vegabréfsáritanir eða næstu rússnesku ræðisskrifstofu svo að þú hafir örugglega allar þær upplýsingar og skjöl sem þú þarft.

Hvenær þarf að vera með vegabréfsáritun? Eru einhverjar undantekningar?

Almennt séð þurfa allir sem heimsækja Rússland, óháð lengd heimsóknarinnar, að vera með vegabréfsáritun frá rússnesku ræðisskrifstofunni.

Sum lönd hafa samið við Rússland um undanþágu fyrir þegna sína frá því að þurfa vegabréfsáritun. Leitaðu upplýsinga hjá rússnesku ræðisskrifstofunni í þínu landi um hvort þér sé heimilt að heimsækja landið til skamms tíma án vegabréfsáritunar.

Hvað get ég dvalið lengi í Rússlandi með vegabréfsáritun fyrir ferðamenn?

Vegabréfsáritun fyrir ferðamenn til Rússlands er yfirleitt gefin út fyrir 30 daga dvöl. Vegabréfsáritunin sýnir hámarkstímann sem þú getur dvalið í Rússlandi.

Hvernig sæki ég um vegabréfsáritun fyrir ferðamenn til Rússlands?

Hér að neðan eru upplýsingar um almennt ferli við að fá rússneska vegabréfsáritun. Þar sem ferlið getur breyst hvenær sem er mælum við með því að þú hafir samband við þjónustuveitanda vegabréfsáritunar eða rússnesku ræðisskrifstofuna á staðnum svo að þú hafir örugglega allar þær upplýsingar og skjöl sem þú þarft:

  1. Þér þarf að hafa verið boðið áður en þú getur sótt um vegabréfsáritun fyrir ferðamenn (stuðningsbréf vegna vegabréfsáritunar). Margir aðilar á Netinu bjóða stoðþjónustu fyrir vegabréfsáritun og gefa út slíkt stuðningsbréf fyrir vegabréfsáritun (gegn greiðslu). Einn af þessum veitendum er click2russia.com sem er áreiðanlegur samstarfsaðili Airbnb.
  2. Þegar þú hefur fengið stuðningsbréf vegna vegabréfsáritunar getur þú fyllt út umsóknareyðublað fyrir rússneska vegabréfsáritun á Netinu og prentað það út á heimasíðu rússneska utanríkisráðuneytisins.
  3. Þegar þú hefur prentað útfyllta umsóknareyðublaðið getur þú sótt um vegabréfsáritun fyrir ferðamenn hjá rússnesku ræðisskrifstofu eða þar til bærri miðstöð fyrir vegabréfsáritun í heimalandi þínu með því að fara með eða senda inn eftirfarandi gögn:
    • Stuðningsbréf fyrir vegabréfsáritun
    • Útfyllt umsóknareyðublað fyrir rússneska vegabréfsáritun
    • Vegabréf - Vegabréfið þitt þarf að gilda í að minnsta kosti 6 mánuði eftir að vegabréfsáritunin rennur út og í því þurfa að vera tvær eða fleiri tómar síður.
    • Tvær nýlegar passamyndir í góðum gæðum
    • Oftast þarf að staðfesta ferðasjúkratryggingu fyrir dvöl í Rússlandi.

Þú þarft að greiða gjald til ræðisskrifstofunnar þegar þú sækir um vegabréfsáritun en gjaldið hver eftir hvernig áritun þú sækir um, landinu þar sem þú sækir um og ríkisfangi þínu.

Hvernig sæki ég um vegabréfsáritun vegna atvinnu í Rússlandi?

Ferlið við umsókn um vegabréfsáritun vegna atvinnu er mjög líkt ferlinu til að fá vegabréfsáritun fyrir ferðamenn. Hægt er að gefa út vegabréfsáritun vegna atvinnu til dvalar í allt að 12 mánuði í mörgum ferðum til Rússlands. Á sumum ræðisskrifstofum gæti verið farið fram á bréf frá atvinnuveitanda sem staðfestir að þú vinnir hjá fyrirtækinu og að ferðin til Rússlands sé í viðskiptalegum tilgangi.

Við mælum með því að þú hafir samband við þjónustuveitanda vegabréfsáritunar eða rússnesku ræðisskrifstofuna á staðnum svo að þú hafir örugglega allar þær upplýsingar og skjöl sem þú þarft:

Með hve löngum fyrirvara ætti ég að sækja um vegabréfsáritun fyrir ferðamann?

Þú getur ekki sótt um vegabréfsáritun fyrir ferðamenn hjá rússneskri ræðisskrifstofu með meira en 90 daga fyrirvara áður en umbeðin vegabréfsáritun á að taka gildi. Að sækja um með meira en 6 mánaða fyrirvara er óráðlegt þar sem sumar ræðisskrifstofur gætu sett út á stuðningsbréf fyrir vegabréfsáritun sem eru eldri en 6 mánaða.

Hvað er ræðisskrifstofan lengi að gefa út vegabréfsáritun fyrir ferðamann?

Ræðisskrifstofan tekur almennt 5 til 14 daga til að gefa út vegabréfsáritun fyrir ferðamenn.

Hvað er skráning á vegabréfsáritun í Rússlandi innan 7 daga?

Samkvæmt rússneskum lögum þurfa útlendingar sem dvelja lengur en 7 daga í landinu að skrá sig hjá yfirvöldum á staðnum með því að senda þeim sérstaka tilkynningu með pósti.

Gestgjafinn þinn er almennt ábyrgur fyrir skráningunni. Stofnunin sem gaf út stoðgögn vegna vegabréfsáritunar þinnar getur annars séð um skráninguna fyrir þig (vanalega gegn frekara gjaldi). Ef þú þarft þessa þjónustu skaltu biðja um hana þegar þú óskar eftir stuðningi fyrir vegabréfsáritunina þína.

Hvað gerist ef fyrirætlanir breytast meðan á heimsókninni stendur?

Ef þú breytir um dvalarstað og hyggst gista á nýjum stað í meira en 7 daga þarftu að skrá aftur nýja dvalarstaðinn þinn.

Þú getur ekki framlengt dvölina umfram hámarkstímann sem kemur fram í vegabréfsáritun þinni. Undanþágur eru: neyðartilvik vegna sjúkdóma og önnur óviðráðanleg atvik.

Þarf hverjum og einum í hópi að vera boðin vegabréfsáritun út af fyrir sig?

Almennt séð þarf að bjóða vegabréfsáritun sérstaklega hverjum og einum í hópnum. Undantekningar kunna að vera fyrir fjölskyldumeðlimi. Athugaðu málið hjá þeim sem sér þér fyrir þjónustu vegna vegabréfsáritunar.

Get ég farið til Rússlands mörgum sinnum með vegabréfsárituninni minni?

Athugaðu hvernig vegabréfsáritun þú ert með: þér gæti verið heimilt að koma einu sinni, tvisvar eða oft ef þú hyggst heimsækja nágrannalöndin og fara aftur til Rússlands. Mögulega er engin landamæravarsla milli Rússlands og Hvíta-Rússlands en endurkoma til Rússlands með vegabréfsáritun fyrir eina heimsókn telst vera alvarlegt brot.

Passaðu að heimsækja hvorki borgir né svæði í Rússlandi þar sem útlendingum er óheimilt að vera (vegabréfsáritun fyrir ferðamenn nær ekki yfir slíkar heimsóknir).

Gagnlegir hlekkir:

Hotels Pro LLC

Var þessi grein gagnleg?
Fáðu aðstoð í tengslum við bókanir, aðganginn þinn og fleira.
Innskráning eða nýskráning