Tillögur birtast þegar slegið er inn í leitarreitinn. Notaðu örvarnar upp og niður við yfirferð. Ýttu á „enter“ til að velja. Ef nokkur orð eru valin saman eru þau notuð sem leitarstrengur. Ef tillagan er hlekkur opnast sú síða í vafranum.
Reglur
Gestgjafi

Hvaða kostnað get ég dregið frá tekjum mínum af Airbnb sem gestgjafi sem býður gistingu?

Tekjurnar þínar á Airbnb eru mögulega ekki allar skattskyldar ef þú býður gistingu. Leiga, húsnæðislán, ræstigjöld, leiguþóknun, tryggingar og annar kostnaður geta t.d. talist til frádráttar. Við mat á skattskyldum tekjum gætirðu einnig íhugað hvort þú leigir eða átt eignina, gistinætur, skattflokk og heildarhagnað (öll skatteyðublöð sem þú færð sýna vergar heildartekjur).

Við mælumst til þess að þú leitir frekari upplýsinga hjá skattráðgjafa vegna fjölda sérstakra skattreglna og við getum ekki gefið skattalega ráðgjöf. Upplýsingar í skjali Ernst and Young um bandarískar, „almennar viðmiðunarreglur vegna skattlagningar á leigutekjur“ (á ensku) geta gagnast sem yfirlit um skattskyldu vegna tekna í BNA og sem leiðbeiningar um hvernig á að ganga frá tekjuskattskýrslu í BNA.

Fyrirvari: Airbnb er ekki að mæla með Ernst and Young með því að láta vita af skjalinu. Skattaráðgjöf er flókin og þú ættir að kynna þér þá ráðgjöf sem þér er veitt af kostgæfni. Airbnb er ekki ábyrgt fyrir neinni ráðgjöf um skatta eða annað sem þriðji aðili veitir.

Var þessi grein gagnleg?

Greinar um tengt efni

Fáðu aðstoð í tengslum við bókanir, aðganginn þinn og fleira.
Innskráning eða nýskráning