Tillögur birtast þegar slegið er inn í leitarreitinn. Notaðu örvarnar upp og niður við yfirferð. Ýttu á „enter“ til að velja. Ef nokkur orð eru valin saman eru þau notuð sem leitarstrengur. Ef tillagan er hlekkur opnast sú síða í vafranum.
Leiðbeiningar

Allar leiðirnar til að taka á móti gestum á Airbnb

Kannski ertu með sérstaka gistiaðstöðu eða frábæra hugmynd að ógleymanlegri upplifun. Að vera gestgjafi tengir þig við heiminn og við erum þér innan handar svo að þú getir notið þess.

Hvernig nýskráning fer fram

Hefjumst nú handa! Það kostar ekkert að nýskrá sig, né skrá gistingu eða upplifanir. Kynntu þér reglur okkar og viðmið um gestaumsjón áður en þú hefst handa.

Að bjóða gistingu

Þú ræður því hvernig þú sinnir gestaumsjóninni. Þú getur skráð allt heimilið eða jafnvel bara herbergi á gistiheimili eða kannski aðra fágæta eign. Þú getur tekið á móti gestum í eigin persónu eða boðið upp á sjálfsinnritun. Kynntu þér grunnkröfur Airbnb til að bjóða gistingu með farsælum hætti.

Mismunandi leiðir eru færar til að taka á móti gestum:

Þú getur meira segja boðið fólki sem þarfnast tímabundins húsnæðis, svo sem viðbragðsaðila vegna COVID-19 eða fjölskyldu sem flýr átök í heimalandi sínu, gistingu að kostnaðarlausu.

    Þarftu frekari aðstoð? Frekari upplýsingar um allt sem snýr að gestaumsjón. Ef allt er til reiðu hjá þér til að taka á móti gestum væri þá ekki ráð að skrá eignina þína?

    Bjóddu upplifun á Airbnb

    Upplifanir á Airbnb leiða fólk saman, hvort sem um er að ræða námskeið, skoðunarferðir, tónleika eða aðra afþreyingu. Airbnb leitar að gestgjöfum sem geta veitt sérþekkingu, veitt upplifun frá sjónarhorni heimafólks og skapað tengsl.

    Áður en þú hefst handa við að miðla sérþekkingu þinni skaltu gæta að eftirfarandi:

    • Að upplifun þín uppfylli þessi viðmið og kröfur
    • Að kynna þér landslög, þar á meðal takmarkanir sem tengjast sóttkví og/eða nándarmörkum

    Reglur fyrir gestaumsjón

    Gisting og upplifanir eru í boði um allan heim en okkur ber þó að fylgja alþjóðareglum sem setja íbúum tiltekinna landa eða svæða takmörk um notkun síðunnar. Þjónusta okkar er þar af leiðandi ekki í boði á stöðum eins og á Krímskaga, í Íran, í Súdan, á Sýrlandi og í Norður-Kóreu. Kynntu þér frekari upplýsingar um lög og reglugerðir varðandi gestaumsjón og ábyrga gestaumsjón fyrir upplifanir á Airbnb.

    Var þessi grein gagnleg?

    Greinar um tengt efni

    • Gestgjafi

      Búðu þig undir að taka á móti gestum

      Hér eru nokkrar ábendingar til að undirbúa eignina, allt frá því að uppfæra dagatalið til þess að útvega gestum sápu og snarl.
    • Gestgjafi

      Að taka á móti gestum með aðgengisþarfir

      Það mikilvægasta sem gestgjafar geta gert er að gefa skýrar og nákvæmar upplýsingar um eignina þína, þar á meðal að bæta við aðgengiseiginle…
    • Róm, Ítalía

      Hér eru gagnlegar upplýsingar til að þú getir áttað þig betur á lögunum sem gilda í þinni borg ef þú ert að hugsa um að gerast gestgjafi á A…
    Fáðu aðstoð í tengslum við bókanir, aðganginn þinn og fleira.
    Innskráning eða nýskráning