Tillögur birtast þegar slegið er inn í leitarreitinn. Notaðu örvarnar upp og niður við yfirferð. Ýttu á „enter“ til að velja. Ef nokkur orð eru valin saman eru þau notuð sem leitarstrengur. Ef tillagan er hlekkur opnast sú síða í vafranum.
Leiðbeiningar

Umsagnir fyrir upplifanir

Umsagnir skipta miklu máli við að byggja upp traust á Airbnb ásamt því að vera mikilvæg leið fyrir gestgjafa og gesti til að veita athugasemdir á báða bóga. Þær hjálpa einnig samfélagsmeðlimum okkar að taka upplýstar ákvarðanir við skipulagningu og vita hverju má gera ráð fyrir. Við teljum að sanngjarnt umsagnakerfi sé kerfi sem virðir og stendur vörð um heiðarlegar athugasemdir samfélagsmeðlima og við beitum ýmsum öryggisráðstöfunum til að hjálpa til við að byggja upp traust á umsagnakerfi okkar.

Að gefa umsögn

Aðeins gestir sem hafa bókað og greitt fyrir upplifun á Airbnb geta gefið umsögn og aðeins eftir að upplifun er lokið.

Þegar upplifun er lokið hafa gestir 30 daga til að skrifa opinbera umsögn. Gestir geta skrifað umsögn þótt þeir mæti seint, fari fyrr eða hafi ekki mætt vegna þess að þeir gátu ekki fundið samkomustað upplifunarinnar.

Umsagnir eru birtar um leið og þær eru sendar.

Er farið yfir umsagnir?

Airbnb fer ekki yfir umsagnir áður en þær eru birtar og hvatt er til gagnsæis í umsögnum.

Umsagnir þurfa þó að vera heiðarlegar og tengjast raunverulegri bókun og gætu verið fjarlægðar ef þær brjóta gegn umsagnarreglum okkar. Í stuttu máli þýðir það að umsögn gæti verið fjarlægð í eftirfarandi tilvikum:

  • Umsögnin brýtur gegn reglum Airbnb um efnisinnihald. Þetta á til dæmis við ef umsögn inniheldur persónu- eða trúnaðarupplýsingar, felur í sér mismunun eða er ógnandi
  • Umsögnin er hlutdræg. Það á til dæmis við ef gestur hefur fengið hvatningu til þess að skrifa jákvæða umsögn í skiptum fyrir upplifun án endurgjalds eða með afslætti eða þar sem merki eru um að bókun hafi eingöngu verið gerð í þeim tilgangi að hækka heildareinkunn viðeigandi aðila
  • Umsögnin endurspeglar ekki beina upplifun höfundarins af Airbnb, til dæmis ef hún lýsir ekki persónulegri reynslu af gestgjafanum eða upplifuninni sjálfri sem gagnast öðrum meðlimum samfélagsins að taka upplýstar ákvarðandir við bókun eða gestaumsjón

Að breyta umsögn

Þú getur breytt umsögn í tvo sólarhringa eftir að þú sendir hana fyrst inn, jafnvel þótt hún hafi nú þegar verið birt.

Þú getur ekki óskað eftir breytingum á umsögn sem skrifuð er um þig en þú getur haft samband við okkur til að óska eftir breytingu á því hvernig tiltekið persónufornafn er notað til að lýsa þér í umsögninni.

Að svara umsögn

Þú getur birt opinbert svar við umsögn sem skrifuð var um þig innan 30 daga frá því að hún var send inn. Þér er velkomið að svara út frá eigin sjónarhorni og veita frekara samhengi svo lengi sem þú fylgir einnig umsagnarreglum okkar.

Þú getur ekki fjarlægt umsögn þótt þú sért henni ósammála en þú getur tilkynnt umsögnina ef þú telur hana brjóta gegn umsagnarreglum okkar.

Hvernig umsagnir raðast

Umsagnir raðast eftir tímaröð og vægi sem gæti tekið mið af þáttum eins og tungumáli notanda og búsetulandi.

Var þessi grein gagnleg?

Greinar um tengt efni

  • Gestur

    Að bóka upplifanir

    Það er auðvelt að bóka upplifun á Airbnb! Þú getur valið tiltekna borg og dagsetningar eða skoðað allar upplifanir í boði. Hafðu í huga að s…
  • Gestur

    Bókun netupplifana

    Netupplifanir fara fram á Zoom. Þú getur bókað netupplifun á Airbnb á sama hátt og þú bókar staðbundna upplifun.
  • Gestur

    Bókunarkröfur fyrir upplifanir

    Þú verður að fylgja gildandi lögum og reglugerðum þegar þú tekur þátt í upplifun. Hæfni og leyfi geta verið mismunandi eftir því hvernig afþ…
Fáðu aðstoð í tengslum við bókanir, aðganginn þinn og fleira.
Innskráning eða nýskráning