Stökkva beint að efni
Notaðu upp og niður örvalyklana til að skoða tillögurnar.
Stökkva að meginmáli hjálpar

Hvað getur samgestgjafi gert?

Samgestgjafi getur hjálpað eiganda að sjá um eign, gesti eða bæði. Samgestgjafar ákveða hvað þeir vilja taka mikið að sér og semja um það við eigandann áður en þeir byrja.

Hvernig þetta virkar

Hér eru nokkrar leiðir sem samgestgjafar geta hjálpað til:

 • Búa eignina undir gesti: Ef heimilið hefur aldrei verið skráð á Airbnb getur samgestgjafi hjálpað svo að allt sé tilbúið fyrir gesti. Hann getur komið með tillögur að viðhaldi, keypt vörur sem vantar eins og handklæði og salernispappír, komið lyklaboxi fyrir og útbúið húsleiðbeiningar.

 • Skrá eign: Samgestgjafar geta skráð eign á Airbnb. Þeir geta samið titla og lýsingar, tekið og sett inn ljósmyndir og hjálpað við að verðleggja eignina.

 • Eiga í samskiptum við gesti: Samgestgjafi getur sent gesti skilaboð fyrir hönd eiganda með eigin aðgangi að Airbnb. Þeir geta kynnst gestum, svarað spurningum og skipulagt komu og brottför þeirra.

 • Umsjón með bókunum: Samgestgjafar geta séð um bókunarstillingar gestgjafa og samþykkt eða hafnað bókunarbeiðnum.

 • Taka á móti gestum á staðnum: Samgestgjafar geta tekið á móti gestum í eigin persónu, sýnt þeim eignina og svarað spurningum um húsið og hverfið.

 • Aðstoða gesti meðan á gistingu stendur: Ef vandamál koma upp í gistingu gesta geta samgestgjafar verið í sambandi við þá og leyst úr málinu. Ef gestur læsir sig til dæmis úti, ef sturtan bilar eða ef netsamband rofnar getur viðkomandi hringt í samgestgjafann til að leysa úr vandamálinu.

 • Skrifa umsagnir: Samgestgjafar geta notað eigin aðgang að Airbnb til að skrifa umsagnir um gesti fyrir hönd eiganda. Gestir munu geta gefið eigninni og samgestgjafa sínum umsögn. Samgestgjafar geta séð umsagnir fyrri gesta en geta ekki svarað þeim.

 • Uppfæra dagatal og verð: Samgestgjafar geta uppfært framboð eignar og geta stjórnað verðstillingum eignarinnar. Þeir geta einnig stillt atriði eins og árstíðabundið verð og vikulegan afslátt.

 • Innkaup á nauðsynjavörum: Samgestgjafar geta séð um að kaupa inn nauðsynjar fyrir gesti eins og handklæði, salernispappír og sápu.

 • Hreinsun og viðhald: Samgestgjafar geta þrifið eignina sjálfir, unnið með hreingerningaþjónustu eða gert hvort tveggja. Samgestgjafi getur til dæmis þvegið handklæði og rúmföt meðan hreingerningaþjónusta sér um eldhús og baðherbergi. Samgestgjafar geta einnig sinnt almennu viðhaldi á heimilinu og séð til þess að ef eitthvað bilar sé gert við það.

 • Óska eftir aðstoð Airbnb: Ef eigandinn þarf að leita aðstoðar hjá Airbnb vegna bókunar eða vandamáls hjá gesti getur samgestgjafi séð um samskiptin og leyst úr málum.

Samgestgjafar geta ekki gert eftirfarandi:

 • Skoðað upplýsingar um útborganir til eiganda og skatt

 • Skoðað ferðir sem eigandinn fer sem gestur á Airbnb

 • Lesið skilaboð sem gestgjafi sendi gestum áður en áður en samgestgjafinn hóf störf