Stökkva beint að efni
  Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum
  Biðtími er lengri en vanalega núna
  Okkur berast eins og er margar beiðnir vegna kórónaveirunnar (COVID-19) og færri starfsmenn eru á vakt. Ef bókun þín hefst eftir meira en 72 klukkustundir skaltu hafa samband við okkur þegar styttist í innritun svo að við getum hjálpað fólki sem þarf tafarlausa aðstoð.. Þú getur breytt eða hætt við bókun á ferðasíðunni þinni eða stjórnborði gestgjafa.

  Hvernig legg ég inn kröfu vegna gildra málsbóta?

  Athugaðu: Þurfir þú að afbóka vegna kórónaveirunnar (COVID-19) skaltu skoða grein okkar um möguleika á afbókun.

  Hvernig er afbókað

  Ef þú þarft að afbóka vegna óvæntra aðstæðna sem þú hefur ekki stjórn á:

  1. Lestu reglur okkar um gildar málsbætur til að athuga hvort þær eigi við í þínu tilfelli
  2. Vertu viss um að þú hafir öll nauðsynleg gögn við höndina
  3. Afbókaðu heimilisbókun þína eða Airbnb upplifun

  Hvernig þetta virkar

  Ef bókunin þín telst hafa viðurkenndar og gildar málsbætur verður þér tilkynnt að bókunin þín uppfylli skilyrði fyrir afbókun án viðurlaga og þér verður endurgreitt að fullu ef þú ert gestur.

  Ef bókunin þín uppfyllir ekki skilyrðin sjálfkrafa skaltu halda afbókuninni áfram og hafa svo samband við okkur til að stofna kröfu. Við leiðum þig í gegnum næstu skref svo sem að leggja fram áskilin gögn og að bíða eftir því að teymið okkar hafi yfirfarið málið þitt. Leggja þarf kröfur fram innan 14 daga frá afbókun.