Vanderson Chaves, keppandi á Ólympíumóti fatlaðra
Keppandi á Ólympíumóti fatlaðra heldur draumum sínum um að taka þátt á leikunum í París 2024 á lífi eftir flóð í Brasilíu
Mánuði áður en skylmingamaðurinn Vanderson Chaves vonaðist til að komast á Ólympíumót fatlaðra í París 2024, eyðilögðu gríðarleg flóð heimili hans í Rio do Sul í Brasilíu. Hann var einn af 600.000 manns sem hafði ekki í önnur hús að venda vegna hamfaranna.
Vatnsmagnið náði að lokum upp í loft í íbúðinni hans og skolaði burt skylmingarbúnaði hans, verðlaunapeningum og vegabréfi. Vanderson, sem keppti á Ólympíumóti fatlaðra í Ríó de Janeiro árið 2016 og í Tókýó árið 2021, óttaðist að flóðin gætu komið í veg fyrir möguleika hans á að fara til Parísar.
Vanderson hefur verið meðlimur í brasilíska landsliðinu í hjólastólaskylmingum frá árinu 2013 og er einn fremsti keppandi Ameríku með stungusverð og höggsverð. Skylmingar komu inn í líf hans á erfiðum tíma. „Þetta var ekki ást á íþróttinni við fyrstu sýn,“ segir hann.
Vanderson dreymdi um að verða atvinnumaður í knattspyrnu. Þegar hann var 12 ára fékk hann byssukúlu í hálsinn sem olli því að hann lamaðist fyrir neðan mitti. „Það fyrsta sem ég hugsaði var, hvernig á ég nú að geta spilað fótbolta?“ segir hann.
Hann vann í ráðhúsinu með keppanda í hjólastólaskylmingum sem hvatti hann til að prófa íþróttina. Vanderson, sem hafði aldrei heyrt um skylmingar áður, sagðist ekki hafa áhuga. Forvitnin náði samt tökum á honum og að lokum fór hann að fylgjast með liði samstarfsaðilans á æfingum. Upplifunin hafði áhrif.
„Strákarnir gerðu allt sem ég hélt að ég gæti ekki lengur.“ Vanderson ákvað að prófa skylmingar og féll samstundis fyrir þeim. Síðan þá hefur hann ferðast um heiminn og keppt á hæsta stigi íþróttar sinnar. 1 af 1 síðum
Þann 4. maí 2024 flæddi inn á heimili Vanderson. Hann átti tvær mikilvægar keppnir eftir til að hafa möguleika á að keppa á Ólympíuleikunum í París. Hann þurfti búnað og gististað svo hann gæti haldið áfram að þjálfa auk þess að sigrast á andlega álaginu.
Skylmingafólk frá Brasilíu og Bandaríkjunum gáfu fatnað og íþróttabúnað og Vanderson fann endurgjaldslausa og aðgengilega gistingu í Porto Alegre í gegnum Airbnb.org. Með þaki yfir höfuð sér tókst honum að halda þjálfun sinni áfram.
„Það var mér nauðsynlegt að fá hús í gegnum Airbnb.org því ég hef öðlast þá hugarró og öryggi sem þarf til að ljúka þjálfuninni. Ég get farið heim og hvílt mig.“

Þrátt fyrir mörg bakslög fór Vanderson í undankeppnina og fékk þau stig sem hann þurfti til að keppa á Ólympíumóti fatlaðra. Hann veit ekki hvort eða hvenær hann getur snúið aftur heim en hann vonast til að koma til Brasilíu með nýjan verðlaunapening.
Fylgstu með Vanderson keppa frá og með 3. september klukkan 13:00 að mið-Evróputíma.

Airbnb.org hýsir fólk sem komst lífs af í Brasilíu
Eftir flóðin hefur Airbnb.org útvegað fólki sem hefur þurft að flýja heimili sín í Rio do Sul gistingu að kostnaðarlausu. Í samstarfi við góðgerðasamtökin Pertence höfum við hýst fjölskyldur með börn með sérþarfir og fatlanir. Við höfum einnig tekið höndum saman við UNICEF til að hýsa viðbragðsaðila sem sinna hjálparstarfi í kjölfar hamfara.
Styddu við Airbnb.org
Allir styrkir renna beint til að fjármagna kostnaðarlausa gistingu fyrir fólk í neyð.
Gefa styrk