Kennimerki Airbnb.org
Kennimerki Airbnb.org
Faðir og móðir brosa blítt og halda á börnunum sínum tveimur í garði með pálmatrjám.

Hugleiðingar um það sem við höfum lagt að mörkum

Fyrsta áhrifaskýrslan okkar sýnir hvernig við höfum útvegað neyðargistingu fyrir meira en 220.000 manns.

Máttur samfélagsins

Frá árinu 2020 hefur Airbnb.org virkjað mátt þess að deila rými, úrræðum og veita aðstoð á neyðartímum.

220.000+

manns sem eiga ekki í önnur hús að venda komið í tímabundið húsnæði

1.400.000

kostnaðarlausar gistinætur í neyð

76.800

manns hafa skráð sig sem gestgjafa í gegnum Airbnb.org

Áhrifaríkar frásagnir

Á þessu ári veittum við aðstoð í kjölfar jarðskjálfta í Tyrklandi og Sýrlandi, skógarelda á Maui og alvarlegs mannúðarástands um allan heim.
Áhrifaskýrsla (PDF)
Maður með dökkt skegg og kona með gleraugu standa fyrir framan steinvegg og brosa til myndavélarinnar.

Saga Zehra og Souhel

Hjálparstarfsmennirnir Zehra og Souhel ákváðu brúðkaupsdag og fluttu inn á draumaheimili sitt í Antakya á Tyrklandi. Stuttu síðar átti sér stað jarðskjálftahrina með skjálftum sem mældust yfir 7 stig á Richter-kvarða, sem gjöreyðilagði heimili þeirra og framtíðaráætlanir. 

Zehra and Souhel fundu tímabundna gistiaðstöðu í gegnum Airbnb.org. Að komast í íbúðina var þeim léttir. „Hún gaf okkur svigrúm til að átta okkur og skipuleggja framhaldið,“ segir Zehra. Gistiaðstaðan á vegum Airbnb.org veitti þeim einnig samastað þaðan sem þau gátu haldið starfi sínu með góðgerðasamtökunum GOAL Global áfram, við að veita öðrum sem lifðu jarðskjálftana af stuðning.

Saga Zehra og Souhel

Hjálparstarfsmennirnir Zehra og Souhel ákváðu brúðkaupsdag og fluttu inn á draumaheimili sitt í Antakya á Tyrklandi. Stuttu síðar átti sér stað jarðskjálftahrina með skjálftum sem mældust yfir 7 stig á Richter-kvarða, sem gjöreyðilagði heimili þeirra og framtíðaráætlanir. 

Zehra and Souhel fundu tímabundna gistiaðstöðu í gegnum Airbnb.org. Að komast í íbúðina var þeim léttir. „Hún gaf okkur svigrúm til að átta okkur og skipuleggja framhaldið,“ segir Zehra. Gistiaðstaðan á vegum Airbnb.org veitti þeim einnig samastað þaðan sem þau gátu haldið starfi sínu með góðgerðasamtökunum GOAL Global áfram, við að veita öðrum sem lifðu jarðskjálftana af stuðning.
Bláklæddur maður með krullaðan hárhnút, situr á steinum og horfir hugsi í átt að gróskumiklum regnskógi.

Saga Benny

Benny varð að hetju á landsvísu eftir að hafa bjargað 88 ára gamalli konu ásamt dóttur hennar frá skógareldunum á Maui. Hans eigin heimili varð þó ekki bjargað frá eldsvoðanum.

Starfsfólk Airbnb.org aðstoðaði Benny við að finna tímabundna gistiaðstöðu. Hann segir að húsnæðið hafi veitt honum og nágrönnum hans sem stóðu í sömu sporum, stöðugleikann sem þurfti til að hefja endurbyggingu samfélagsins. „Það gerir okkur betur í stakk búin til að hlúa að samfélaginu og endurheimta heimili okkar.“

Benny er einn af mörgum sem urðu fyrir eldsvoðunum og fundu neyðargistingu í gegnum Airbnb.org.

Saga Benny

Benny varð að hetju á landsvísu eftir að hafa bjargað 88 ára gamalli konu ásamt dóttur hennar frá skógareldunum á Maui. Hans eigin heimili varð þó ekki bjargað frá eldsvoðanum.

Starfsfólk Airbnb.org aðstoðaði Benny við að finna tímabundna gistiaðstöðu. Hann segir að húsnæðið hafi veitt honum og nágrönnum hans sem stóðu í sömu sporum, stöðugleikann sem þurfti til að hefja endurbyggingu samfélagsins. „Það gerir okkur betur í stakk búin til að hlúa að samfélaginu og endurheimta heimili okkar.“

Benny er einn af mörgum sem urðu fyrir eldsvoðunum og fundu neyðargistingu í gegnum Airbnb.org.

Veittu starfi okkar lið

Þar sem Airbnb stendur straum af öllum rekstrarkostnaði Airbnb.org, renna 100% af öllum styrkjum til fjármögnunar á neyðargistingu með aðstoð góðgerðastofnananna sem við vinnum með.
Veittu styrk núna
Faðir bakar pönnukökur á meðan ungur sonur hans og dóttir leika sér við hliðina á honum við eldhúsinnréttinguna.

Takk fyrir

Þakkir fyrir það góða sem gestgjafar, samstarfsaðilar og styrktaraðilar Airbnb.org hafa látið af sér leiða.
© 2024 Airbnb.org. Öll réttindi áskilin
© 2024 Airbnb.org. Öll réttindi áskilin
© 2024 Airbnb.org. Öll réttindi áskilin