Kennimerki Airbnb.org
Stutthærð manneskja með dökkt hár gengur í burtu og heldur á plastkeri þar sem hún veður kálfadjúpt og gruggugt vatn á vegi sem flætt hefur yfir.

BRUGÐIST VIÐ FLÓÐUNUM Í RIO GRANDE DO SUL

Bjóddu gistingu þegar neyðin steðjar að

Hamfaraflóð geysa nú og leggja hluta svæða í Rio Grande do Sul í rúst. Airbnb.org veitir eftirlifendum, sjálfboðaliðum og viðbragðsaðilum tímabundið húsnæði að kostnaðarlausu.

Þú getur lagt þitt af mörkum. Nýskráðu þig til að bjóða gistingu í Rio Grande do Sul og Santa Catarina.

Bjóddu gistingu

Getur þú boðið upp á gistingu? Þú getur skráð hana að kostnaðarlausu eða með afslætti í gegnum Airbnb.org til að styðja við eftirlifendur, viðbragðsaðila og aðra sem glíma við neyðarástand.
Þrjár manneskjur vaða yfir straumhart, hnédjúpt og gruggugt flóð þar sem þær halda í reipi og hvor aðra.
Þrjár manneskjur vaða yfir straumhart, hnédjúpt og gruggugt flóð þar sem þær halda í reipi og hvor aðra.

Hvað felst í hýsingunni

  • Þú útvegar þægilegt rúm og grunnþægindi sem nægja í allt frá nokkrum dögum til nokkurra vikna. Frekari upplýsingar um að taka á móti gestum á Airbnb.org.

  • Airbnb.org vinnur með stjórnvöldum og góðgerðasamtökum sem ganga úr skugga um hvort gestir eigi rétt á gistingu og aðstoða fólkið fyrir dvöl, meðan á henni stendur og að henni lokinni.

  • Airbnb tekur engin þjónustugjöld fyrir gistingu á Airbnb.org. Líkt og alltaf njóta gestgjafar Airbnb verndar AirCover sem felur í sér ábyrgðartryggingu upp að 1 milljón Bandaríkjadala, 3 milljónir Bandaríkjadala í eignavernd ásamt fleiru.

Gefðu styrk

Hvert framlag nýtist til að mæta brýnni þörf fyrir neyðargistingu. Kynntu þér hvernig styrkir ganga fyrir sig

100% af styrknum þínum rennur beint til þess að útvega fólki skammtímahúsnæði.

Gisting er gestum á Airbnb.org algjörlega að kostnaðarlausu.

Við styðjum samfélag okkar óháð þjóðerni, kynþætti, uppruna eða því hvernig fólk kýs að skilgreina sig.

Algengar spurningar

Ljósmyndir: Carlos Macedo/Trilho Narrativas

© 2024 Airbnb.org. Öll réttindi áskilin
© 2024 Airbnb.org. Öll réttindi áskilin
© 2024 Airbnb.org. Öll réttindi áskilin