Ferðatrygging

Ertu að hugsa um að kaupa ferðatryggingu? Hér eru upplýsingar.

Þegar þú kaupir ferðatryggingu skaltu skoða vandlega gjaldgengar ástæður ásamt tryggingarskilmálum og undanþágum vegna þess að tryggingar og vátryggingafyriræki um allan heim eru mismunandi. Athugaðu að ferðatrygging nær yfirleitt ekki yfir „fyrirsjáanlegan atburð“, eða atburð sem er líklegt að eigi sér stað, jafnvel þótt atburðurinn teljist til gjaldgengra ástæðna. Telja má kórónaveiruna (COVID-19) fyrirsjáanlegan atburð og líklegt er að hún falli ekki undir flestar ferðatryggingar.

Airbnb gefur þessar upplýsingar eingöngu í almennu fræðsluskyni. Airbnb býður ekki upp á ferðatryggingu eins og er og styður hvorki vörur né þjónustu neins ferðatryggingafélags, söluaðila trygginga ná vátryggingamiðlara.

Þarftu á ferðatryggingu að halda?

Ferðamenn gætu íhugað að kaupa ferðatryggingu. Þarfir fólks geta verið breytilegar en almennt séð eru ýmsir kostir sem skoða þarf við val á ferðatryggingu.

Tryggingar geta náð yfir:

Niðurfelling ferðar

Með þessu gætir þú notið verndar vegna tiltekinna gjaldgengra ástæða sem koma í veg fyrir að þú komist í ferð svo sem vegna veðurs, verkfalla, veikinda, meiðsla eða dauða eða vegna truflana af völdum vinnu.

Ferðarof

Með þessari vernd gætir þú fengið endurgreiddan kostnað sem stofnast til þurfir þú að ljúka ferð fyrr en ætlað var eftir að hún er hafin.

Lækniskostnaður

Með þessu gætir þú fengið endurgreiddan lækniskostnað vegna veikinda eða slysa sem koma upp í ferð.

Neyðarþjónusta

Þú gætir átt rétt á viðlagaþjónustu á ferðalagi í brýnni nauðsyn svo sem vegna neyðarflutninga, sjúkraflutninga, tilvísunar læknis og ef vegabréfsáritanir, eða vegabréf, týnast eða ef þeim er stolið.

Vernd vegna týnds og skemmds farangurs

Þetta gæti verndað þig ef persónulegir munir þínir týnast, þeim er stolið eða ef þeir verða fyrir tjóni í ferðinni.

Afbókun af hvaða ástæðu sem er (CFAR)

Með þeim kosti gætir þú mögulega fengið alla ferðina endurgreidda eða hluta af ferðakostnaði sem stofnast til falli ferðin niður af einhverjum ástæðum.

Allir valkostirnir eru mismunandi. Mikilvægt er að kynna sér skilmála vátryggingarsamningsins til að ákvarða hvort hann henti þér.

Þegar þú kaupir ferðatryggingu skaltu skoða vandlega gjaldgengar ástæður ásamt tryggingarskilmálum og undanþágum vegna þess að tryggingar og vátryggingafyriræki um allan heim eru mismunandi. Athugaðu að ferðatrygging nær yfirleitt ekki yfir „fyrirsjáanlegan atburð“, eða atburð sem er líklegt að eigi sér stað, jafnvel þótt atburðurinn teljist til gjaldgengra ástæðna. Telja má kórónaveiruna (COVID-19) fyrirsjáanlegan atburð og vera má að hluti verndarinnar eigi ekki við.

Hvar má kaupa ferðatryggingu

Yfirlitsaðilar fyrir ferðatryggingar taka saman valkosti mismunandi ferðatryggingafélaga svo að bera megi tryggingarnar saman og velja þá sem býður réttu verndina á rétta verðinu eftir þörfum hvers og eins.

Quote, compare, and purchase travel insurance at InsureMyTrip.

The above link has been provided by a travel insurance aggregator and is available in the USA and Canada. It is not a recommendation or endorsement of the aggregator or any insurance products available through it, some of which may not be available in all states, provinces, or territories.

Til athugunar

Lestu smáa letrið.

Í tryggingaskilmálunum kemur fram hvað er gjaldgengt og hvað er undanskilið. Passaðu að hafa tryggingaskilmálana við höndina á ferðalagi ef eitthvað skyldi gerast svo að þú þurfir að stofna kröfu.

Skoðaðu valkosti.

Þér bjóðast margir kostir svo að bera ætti saman ávinning og kostnað af verndinni.

Lestu skilmálana ítarlega og spurðu spurninga.

Hafðu samband við tryggingafélagið og spurðu spurninga þegar þú hefur skoðað gjaldgengi, skilmála og undanþágur.

Skoðaðu hvaða vernd þú hefur nú þegar.

Með sumum kreditkortum fylgir ferðatrygging og annar ávinningur eins og bílaleigutrygging. Sumir eru með húseigendatryggingu sem verndar gegn þjófnaði eða týndum persónulegum munum þegar fólk er að heiman. Vinnuveitandi þinn gæti einnig hafa tryggt þig.

Svör við spurningum

Veitir ferðatrygging vernd vegna krafna sem tengjast COVID-19?

Vertu viss um að þú skiljir skilmála ferðatryggingar sem þú kaupir. Þekktar eða fyrirsjáanlegar aðstæður á borð við nýja kórónaveiru (COVID-19) og aðrar þekktar aukaverkanir eru líklega undanþegnar í flestum ferðatryggingum og eru mögulega ekki gjaldgengar.

Ef þú keyptir vernd fyrir faraldur nýju kórónaveirunnar (COVID-19) mælum við með því að þú farir vandlega yfir tryggingarskilmálana. Tryggingarvernd vegna krafna sem koma til af völdum nýju kórónaveirunnar (COVID-19) er takmörkuð. Til dæmis getur verið að þú njótir verndar ef þú veikist eða þarf að fara í sóttkví en ekki ef þú hættir við ferðina þína af ótta við veiruna.

Ætti ég að kaupa ferðatryggingu?

Gjaldgengi ferðatrygginga er mismunandi. Þær bjóða meðal annars endurgreiðslu á kostnaði sem fengist annars ekki endurgreiddur vegna ófyrirsjáanlegrar niðurfellingar á ferð, vegna ferðarofs eða -tafar, endurgreiðslu á læknisútgjöldum, neyðarþjónustu, vernd vegna týnds og skemmds farangurs, vegna stolinna persónulegra muna á ferðalagi og fleira. Ferðatryggingar eru í boði í viðskiptalegum tilgangi en gjaldgengi, tryggingar og vátryggingafélög eru mismunandi um allan heim.

Hver er munurinn á tryggingu vegna ferðarofs og niðurfellingu ferðar?

Með vernd vegna ferðarofs gætir þú fengið endurgreitt ef þú þarft að hætta ferð og ástæða þess er gjaldgeng. Með forfallatryggingu gætir þú fengið endurgreitt ef ferðin þín fellur niður og ástæða þess er gjaldgeng.

Er kreditkort mitt með innifalda ferðatryggingu?

Með sumum kreditkortum fylgir takmörkuð ferðavernd vegna ferðatryggingar eða verndar ef ferð fellur niður. Munur er á gjaldgengi, undanþágum og takmörkunum mismunandi þjónustuleiða.

Innifalið með sumum kreditkortum:

  • Bílaleigutrygging (þ.m.t. gjöld vegna vannýtingar)
  • Týndur eða skemmdur farangur
  • Dánartrygging vegna slyss og/eða slysatrygging í flugi
  • Neyðarhjálp og viðlagaþjónusta

Við mælum með því að fara yfir kortatryggingar þínar og þar á meðal þá ferðatryggingu sem gildir í þínu tilviki.