Upplifanir með félagsleg áhrif

Komdu nýjum málsvörum af stað fyrir málstað ykkar

Safnaðu áheitum og vektu athygli á samtökunum ykkar með því að bjóða afþreyingu sem gestir þínir munu falla fyrir.

Tengdu heimafólk og ferðamenn við málstað þinn

Þú getur boðið upp á upplifun með félagsleg áhrif sem er sett saman til að tengja gesti við málstað þinn, allt frá því að deila færni þinni við býflugnahald til matreiðslukennslu. Airbnb fellir niður gjöld sín og því renna allar tekjur beint til samtakanna.

Þú getur boðið upp á upplifun með félagsleg áhrif sem er sett saman til að tengja gesti við málstað þinn, allt frá því að deila færni þinni við býflugnahald til matreiðslukennslu. Airbnb fellir niður gjöld sín og því renna allar tekjur beint til samtakanna.

Náðu til markshóps sem stendur ekki á sama

Vektu athygli alþjóðasamfélags ferðamanna sem deila gildum þínum. Airbnb getur aukið sýnileika góðgerðasamtaka þinna því síðuna heimsækja milljónir gesta í hverjum mánuði.

Við höfum ávallt viljað ná til svona viðskiptavina; ungt, öflugt og upplýst fólk fullt ástríðu sem jafnast jafnvel á við okkar eigin.“

Jon, gestgjafi „Synt með mörgæsum“
 Höfðaborg, Suður-Afríka

Opna upplifun
Við höfum ávallt viljað ná til svona viðskiptavina; ungt, öflugt og upplýst fólk fullt ástríðu sem jafnast jafnvel á við okkar eigin.“

Jon, gestgjafi „Synt með mörgæsum“
 Höfðaborg, Suður-Afríka

Opna upplifun

Aflaðu sjálfbærra tekna

Airbnb waives our 20% service fee for social impact experiences, so all funds you raise go directly to achieving your mission.

Okkur tókst að safna nægu fjármagni til að hefja varðveislu- og endurreisnarverkefni á rómversku villunni Colonnacce (villu frá 2. öld f.Kr.).“

Gianfranco, gestgjafi „Fornleifafræðingur í dagstund“
 Róm, Ítalíu

Opna upplifun
Okkur tókst að safna nægu fjármagni til að hefja varðveislu- og endurreisnarverkefni á rómversku villunni Colonnacce (villu frá 2. öld f.Kr.).“

Gianfranco, gestgjafi „Fornleifafræðingur í dagstund“
 Róm, Ítalíu

Opna upplifun

Fylltu nýja málsvara innblæstri

Með því að tengja fólk við málstað þinn á dýpra stigi getur þú náð inn fleiri sjálfboðaliðum, styrktaraðilum og aðgerðasinnum sem mun efla hróður málstaðarins ykkar.

Það sem gerist hér lifir lengi. Ég vil tryggja að þetta listform muni ávallt vera við lýði.“

Vy, gestgjafi „Láttu andann rísa með gospelsöng“
 Harlem, New York

Opna upplifun
Það sem gerist hér lifir lengi. Ég vil tryggja að þetta listform muni ávallt vera við lýði.“

Vy, gestgjafi „Láttu andann rísa með gospelsöng“
 Harlem, New York

Opna upplifun

Vertu gestgjafi á eigin forsendum

Tilgreindu hve oft hentar þér, veldu verð og hópstærð (allt að 10) og notaðu þægilega appið okkar til að stýra öllu hvar sem þú ert.

Við fengum sjálfboðaliða til að taka á móti gestum þrisvar sinnum í viku svo að við gætum haft svona mikið framboð.“

Ryan, gestgjafi „Ganga um Runyon Canyon með hund úr dýraathvarfi“ 
 Los Angeles, BNA

Opna upplifun
Við fengum sjálfboðaliða til að taka á móti gestum þrisvar sinnum í viku svo að við gætum haft svona mikið framboð.“

Ryan, gestgjafi „Ganga um Runyon Canyon með hund úr dýraathvarfi“ 
 Los Angeles, BNA

Opna upplifun

Fyrstu skrefin

Finndu gestgjafa

Hver skýrir frá kjarnahlutverki ykkar? Þú gætir valið starfsmann, sjálfboðaliða, samfélagsmeðlim eða styrkþega sem upplifunargestgjafa; þú gætir einnig ráðið sérfræðing á ykkar sviði.

Vottaðu samtökin þín

Samtökin þín verða að vera skráð hjá vottunaraðila okkar til að fá gjöld okkar niðurfelld.

Útbúðu upplifunina þína

Kynntu fólk fyrir málstað þínum með einstökum hætti þar sem allir taka þátt. Ef upplifunin þín fullnægir gæðaviðmiðum okkar getur þú sett inn dagsetningar og byrjað taka á móti gestum!

Fáðu upplýsingar um hvernig það fer fram

Finndu innblástur í lifandi upplifunum

Skoðaðu hvernig hundruð samtaka um allan heim kynna málstað sinn, virkja málsvara til lengri tíma og safna fjármunum.

Finndu innblástur í lifandi upplifunum

Skoðaðu hvernig hundruð samtaka um allan heim kynna málstað sinn, virkja málsvara til lengri tíma og safna fjármunum.

Um Airbnb

Hvað er Airbnb?

Airbnb hjálpar fólki að finna gistingu og dægrastyttingu um allan heim. Gestgjafar eru undirstaða samfélagsins en þeir gera gestum kleift að búa eins og heimafólk á hverjum stað.

Hvað er upplifun á Airbnb?

Afþreying sem fer fram undir handleiðslu áhugaverðra heimamanna. Upplifanir ná út fyrir hefðbundnar skoðunarferðir eða námskeið því gestir geta sökkt sér djúpt í einstakan heim þinn. Allir geta deilt áhugamáli, færni eða sérþekkingu án þess að þurfa á aukaherbergi að halda.

Svör við spurningum

Hver getur verið gestgjafi upplifunar með félagsleg áhrif?

Gestgjafar félagslegra upplifana geta verið starfsfólk, nefndarmenn, verktakar, sjálfboðaliðar eða styrktaraðilar frjálsra félagasamtaka/góðgerðasamtaka. Þetta fólk býr yfir mikilli starfsreynslu innan góðgerðasamtakanna og hefur fengið leyfi samtakanna fyrir að bjóða upplifunina.

Hvers konar samtök eru gjaldgeng til að bjóða upplifun með félagsleg áhrif?

Samtökin verða að vera skráð sem frjáls félagasamtök/góðgerðasamtök eins og skilgreint er af vottunaraðila okkar, TechSoup, og vera vottuð í gegnum gátt TechSoup. Hverjir uppfylla ekki skilyrði til að bjóða upplifun með félagsleg áhrif? • Trúfélög, nema þegar upplifunin er ekki trúarlegs eðlis, t.d. súpueldhús og skýli, og opin öllum óháð trúarskoðunum. • Stofnanir sem mismuna og útiloka fólk á grundvelli trúarbragða, kyns, kynhneigðar eða annarra þátta sem greina okkur að, jafnvel þar sem það er löglegt. • Stjórnmálaflokkar, þrýstihópar, lokuð karla- eða kvenfélög og tilteknir baráttuhópar og styrktarstofnanir. Frekari upplýsingar: www.airbnb.com/how-do-i-host-a-social-impact-experience

Innheimtir Airbnb gjald?

Ekki fyrir gestgjafa sem bjóða upplifanir með félagsleg áhrif. Airbnb fellir niður 20% gjald sitt fyrir vottaða gestgjafa sem tilheyra frjálsum félagasamtökum. Það þýðir að 100% tekna af upplifuninni fer beint inn á bankareikning samtakanna þinna.

Hve oft ætti ég að taka á móti gestum?

Upplifunum er ætlað að vera endurtekin, samfelld afþreying sem heimafólk og ferðamenn geta bókað. Þú getur ákveðið hve oft þú vilt taka á móti gestum þar sem þú dagatalið er fullkomlega sveigjanlegt og þú ræður framboðinu þar. Sumir gestgjafar félagslegra upplifana taka á móti gestum þrisvar sinnum í viku en aðrir tvisvar í mánuði. Við mælum með því að þú takir á móti gestum að minnsta kosti einu sinni í viku af því að það gefur þér meiri möguleika á að tengjast samfélagi Airbnb. Því fleiri dagsetningar sem eru í boði hjá þér, því fleiri gestir finna þig við leit á verkvanginum. Við mælum ekki með því að bjóða stakar upplifanir eða viðburði sem upplifun með félagsleg áhrif af því að þú eykur sýnileikann með því að bjóða fleiri dagsetningar.

Getur verið fleiri en einn gestgjafi í upplifuninni minni?

Já. Til að uppfylla skilyrðin vera allir sem sjá um gesti eða aðstoða gestgjafa við upplifun að vera með aðgang að Airbnb og nafn þeirra þarf að koma fram í hlutanum „um þig“. Þetta brýtur í bága við reglur Airbnb um marga gestgjafa nema farið sé að reglunum hér að ofan.

Þarf ég að bjóða heimili á Airbnb til að bjóða fólki upplifun á Airbnb?

Alls ekki. Upplifanir á Airbnb og heimili á Airbnb eru aðskilin. Upplifunargestgjafar geta deilt áhugamálum sínum og orðið að sendiherrum borga sinna án þess að taka á móti gestum inn á heimili sitt. Upplifunargestir þurfa ekki að gista á heimili til að bóka upplifun. Margir upplifunargestir eru ferðamenn sem gista í eignum á Airbnb en einnig er um að ræða íbúa sem vilja tengjast betur fólki innan samfélags síns.

Hvernig fá samtökin greitt?

Þar sem gestgjafar upplifana með félagsleg áhrif fá 100% af tekjum af upplifuninni þarf gestgjafinn að tengja bankareikning samtakanna beint við þann aðgang að Airbnb sem þau nota. Það þýðir að þú þarft að stofna nýjan aðgang að Airbnb með því að nota netfang þitt hjá samtökunum og setja inn bankareikning þeirra sem útborgunarmáta. Sólarhring eftir að upplifun þinni er lokið er borgað út með valda útborgunarmátanum.

Af hverju býður Airbnb upp á þjónustu með félagsleg áhrif?

Markmið Airbnb er að skapa heim þar sem allir geta alls staðar átt heima. Við erum þeirrar skoðunar að ein áhrifamesta leiðin til að kynnast nýjum stað og tengjast fólki þar sé að skilja málefni sem heimafólki er annt um. Samvinna með frjálsum félagasamtökum/góðgerðasamtökum er hluti af því að ná markmiðum okkar með því að auka fjölbreytni upplifana í boði á verkvangi okkar og hafa um leið jákvæð áhrif í samfélaginu.