GESTGJAFAVERND

Vertu öruggur gestgjafi

Heimilisgestgjafar njóta verndar gegn eignatjóni upp að USD 1.000.000 og hafa allt að USD 1.000.000 í ábyrgðartryggingu.

Heimilisgestgjafar njóta verndar gegn eignatjóni upp að USD 1.000.000 og hafa allt að USD 1.000.000 í ábyrgðartryggingu.

Vernd fyrir alla gestgjafa. Allir skráningar. Alls staðar.

Vernd fyrir alla gestgjafa. Allir skráningar. Alls staðar.

Opið gestgjöfum um allan heim*
Verndar gestgjafa frá innritun til útritunar
Einsdæmi í ferðaiðnaði

*Doesn’t apply to hosts who offer accommodations through Airbnb Travel, LLC, hosts in mainland China, hosts in Japan, or hosts of experiences.

Hvaða verndar gestgjafar á Airbnb njóta

Gestgjafaábyrgð Airbnb

Ef gestur skemmir fasteign þína eða muni meðan á gistingu stendur og getur ekki eða vill ekki endurgreiða þér gætir þú notið verndar gegn eignatjóni upp að USD 1.000.000.

Gestgjafaábyrgð Airbnb gæti náð yfir:

  • Gesti sem valda tjóni á fasteign þinni
  • Gesti sem valda tjóni á munum þínum
  • Þjónustudýr gests sem veldur tjóni

Gestgjafatrygging

Ef svo ólíklega vill til að einhver verði fyrir meiðslum eða því að munir skemmist í gjaldgengri gistingu hjá þér gætir þú verið með vernd aðalábyrgðartryggingar upp á allt að USD 1.000.000.

Gestgjafatrygging gæti náð yfir:

  • Lagalega ábyrgð vegna líkamstjóns gesta og annarra
  • Lagalega ábyrgð vegna tjóns á munum sem gestir og aðrir eiga
  • Lagalega ábyrgð vegna tjóns á sameign eins og anddyri bygginga og fasteignum í kring af völdum gesta og annarra

Við erum þér innan handar

Staðfesting á auðkenni

Þú getur farið fram á að gestir þínir staðfesti auðkenni sitt áður en við staðfestum bókun þeirra. Gestir gætu þurft að framvísa persónuupplýsingum, svo sem opinberum skilríkum, til Airbnb til staðfestingar.

Örugg samskipti

Þegar eitthvað kemur upp á er hægt að eiga í samskiptum við gesti með skilaboðakerfi okkar og leysa úr málinu. Airbnb gefur leiðbeiningar um næstu skref ef lausn finnst ekki.

Aðstoð allan sólarhringinn

Ef eitthvað kemur fyrir þig, fasteign þína eða gesti er þjónustuver okkar til taks um allan heim.

Gestgjafaábyrgðin veitir okkur hugarró af því að slys gera ekki boð á undan sér. Manni líður betur þegar maður veit af örygginu.“
Gestgjafaábyrgðin veitir okkur hugarró af því að slys gera ekki boð á undan sér. Manni líður betur þegar maður veit af örygginu.“

Silvia og Mateo, gestgjafar í London

Silvia og Mateo, gestgjafar í London

Gestgjafaábyrgðin veitir okkur hugarró af því að slys gera ekki boð á undan sér. Manni líður betur þegar maður veit af örygginu.“
Gestgjafaábyrgðin veitir okkur hugarró af því að slys gera ekki boð á undan sér. Manni líður betur þegar maður veit af örygginu.“

Silvia og Mateo, gestgjafar í London

Silvia og Mateo, gestgjafar í London

Svör við spurningum

Hvað er gestgjafaábyrgð Airbnb?

Gestgjafaábyrgð Airbnb veitir gestgjafa vernd upp á allt að USD 1.000.000 vegna skemmda á ákveðnum eignum í þeim undantekningartilvikum að tryggingarfé dekki ekki tjón af völdum gesta eða ef ekkert tryggingarfé er til staðar.

Gestgjafaábyrgðin nær ekki yfir reiðufé og verðbréf, safnmuni, sjaldgæf listaverk, skartgripi, gæludýr eða persónulega ábyrgð. Við mælum með því að gestgjafar komi slíkum verðmætum í örugga geymslu þegar fasteignir eru í útleigu. Ábyrgðin nær ekki heldur til skemmda eða eignatjóns vegna eðlilegs slits. Frekari upplýsingar

Hvað er gestgjafatrygging?

Gestgjafatryggingin okkar er aðalábyrgðartrygging sem veitir vátryggingarvernd fyrir allt að USD 1 milljón í hvert skipti sem þriðji aðili gerir kröfu vegna líkams- eða eignatjóns í tengslum við gistingu á Airbnb.

Vátryggingarverndin er að hámarki USD 1 milljón á hverri eign með fyrirvara um skilyrði, takmarkanir og undanþágur. Frekari upplýsingar

Hver er munurinn á gestgjafaábyrgð og gestgjafatryggingu Airbnb?

Gestgjafaábyrgðin og gestgjafatryggingin eru tveir aðskildir þjónustuþættir sem Airbnb býður til verndar gestgjöfum ef um eigna- eða líkamstjón er að ræða.

Gestgjafaábyrgð: Gestgjafaábyrgðinni er ætlað að vernda gestgjafa fyrir tjóni á eigum þeirra, íbúð eða heimili í þeim undantekningartilvikum að gestur hjá þeim valdi tjóninu. Gestgjafaábyrgðin er ekki trygging og kemur ekki í stað húseigenda- eða leigjendatryggingar hjá þér.

Gestgjafatrygging: Gestgjafatryggingin okkar er trygging og henni er ætlað að tryggja gestgjafa fyrir kröfum þriðju aðila vegna líkams- eða eignatjóns. Gestgjafatryggingin stendur gestgjöfum til boða óháð því hvaða aðrar tryggingar þeir eru með en hún gildir aðeins sem aðaltrygging í málum sem tengjast gistingu á Airbnb. Frekari upplýsingar

Hvernig óska ég eftir endurgreiðslu samkvæmt gestgjafaábyrgðinni?

Oft geta gestgjafar og gestir leyst úr málum sín á milli í úrlausnarmiðstöðinni okkar. Hafir þú ekki þegar gert það skaltu byrja á því að hafa samband við gestinn þinn til að láta hann vita af kvörtuninni þinni og senda greiðslubeiðni í úrlausnarmiðstöðinni okkar.

Ef þú og gesturinn getið ekki fundið lausn á málinu: Kynntu þér fyrst skilmála gestgjafaábyrgðarinnar. Athugaðu að leggja þarf beiðnina fram innan 14 daga frá útritun gests eða áður en næsti gestur innritar sig, hvort sem kemur á undan. Frekari upplýsingar

Hvernig virkar húseigendatrygging með Airbnb?

Gestgjafatrygging Airbnb gildir sem aðalábyrgðartrygging fyrir gestgjafa og, eftir því sem við á, leigusala þeirra, með fyrirvara um tiltekna skilmála, takmarkanir og undanþágur.

Ef þú hefur spurningar um hvaða vernd þessi trygging veittir meðfram húseigenda- eða leigjendatryggingu ættir þú að ræða það við vátryggingafélag þitt. Sumar tryggingar vernda húseigendur og leigjendur fyrir tilteknum málssóknum vegna áverka sem gestur verður fyrir en aðrar tryggingar gera það ekki. Það er alltaf ráðlegt að láta tryggingafyrirtækið þitt vita af leigustarfsemi sem fer fram í eigninni þinni jafnvel þótt að bótaábyrgð vegna gistingar á vegum Airbnb ætti að heyra undir gestgjafatrygginguna. Frekari upplýsingar

Hvað er upplifunartrygging?

Upplifunartrygging er aðalábyrgðartrygging vegna bótaábyrgðar upplifunargestgjafa gagnvart þriðja aðila ef til þess kæmi að gestur eða þriðji aðili yrði fyrir líkams- eða eignatjóni meðan á upplifun stendur. Vátryggingarverndin er allt að USD 1 milljón fyrir hverja upplifun og réttur á tryggingunni fer eftir því um hvers kyns upplifun er að ræða. Samanlögð hámarksútgreiðsla til hvers gests á gildistíma tryggingarinnar er aðskilin og nemur USD 1 milljón með fyrirvara um tiltekin skilyrði, takmarkanir og undanþágur. Frekari upplýsingar

Er allt tilbúið fyrir gesti?

Er allt tilbúið fyrir gesti?