Láttu þér líða eins og heima hjá þér í vinnuferðum

Vertu upp á þitt besta þegar þú ert á ferðinni.

Ávinningur af því að nota Airbnb fyrir fyrirtæki

Það er auðvelt að gjald- og skuldfæra vinnuferðir

Þú getur skuldfært ferðir beint hjá fyrirtækinu þínu ef það er skráð í Airbnb fyrir fyrirtæki.

Gistu í eignum sem eru til reiðu fyrir viðskiptaferðir

Gistu hjá gestgjöfum sem hafa endurbætt þjónustuna hjá sér og þægindi til þess að taka á móti viðskiptaferðamönnum.

Vinndu þér inn $50 í ferðainneign

Þegar þú innritar þig í fyrsta sinn í viðskiptaferð sendum við þér ferðainneign að fjárhæð $50 til að nota á Airbnb. Frekari upplýsingar

Láttu þér líða eins og heima hjá þér þegar þú ert á ferðinni

Hentugar staðsetningar

Bókaðu staði hvar sem er á áfangastað svo að þú getir verið nálægt skrifstofunni eða uppáhaldsveitingastað.

Frábær þægindi

Njóttu þín í rými með nauðsynjar eins og þráðlaust net, straujárn, herðatré og góða vinnuaðstöðu fyrir fartölvu.

Punktar á viðráðanlegu verði

Dragðu úr kostnaði við ferðina þína með því að elda mat í eigin eldhúsi og leggja í eigin bílastæði.

„Starfsfólk okkar kann að meta hvað skráningar á Airbnb gefa því marga valkosti og mikinn sveigjanleika á ferðinni. Hvort sem er vegna ráðstefna, funda eða vettvangsvinnu.“
Darragh Ormsby
Alþjóðlegur ferðastjóri, Google
Darragh Ormsby

Frábært fyrir hvaða viðskiptaferð sem er

Lengri gistingar

Vaknaðu á raunverulegu heimili svo að þú getir byrjað daginn með venjulegum hætti og haldið athyglinni betur þegar um löng ferðalög er að ræða.

Vettvangsvinna og vinnuferðir

Bókaðu rými sem hvetur þig og samstarfsfólk þitt til að vinna betur saman, hvort sem um einn dag eða heila viku er að ræða.

Hópferðir

Veldu stórt heimili, villu eða fjölbýlishús svo að allt teymið þitt geti notið þæginda undir sama þaki.

Vertu áhyggjulaus á ferðalaginu

Öll nauðsynleg þægindi eru til staðar og öll nauðsynleg þjónusta er í boði í skráningum sem eru til reiðu fyrir viðskiptaferðir. Frekari upplýsingar

5 stjörnu umsagnir

Skráningar hafa fengið 5 stjörnur í að minnsta kosti 60% tilvika í heildareinkunn, fyrir hreinlæti og fyrir nákvæmni.

Viðbragðsflýtir

Gestgjafar svara 90% bókunarbeiðna innan 24 klukkustunda.

Skuldbinding

Gestgjafar hætta ekki við staðfestar bókanir innan 7 daga frá innritunartíma.

Sjálfsinnritun

Viðskiptaferðamenn verða að geta innritað sig hvenær sem þeim hentar. Í þessum eignum verður að vera snjalllás, lyklabox, talnaborð eða dyravörður allan sólarhringinn til þess að gestir eigi auðvelt með að komast inn.

Allt heimilið

Herbergistegund er Allt heimilið/íbúð, eignin uppfyllir kröfur um tegund eignar, þar er ekki reykt og engin gæludýr eru á staðnum.

Þægindi fyrir viðskiptaferðir

Í eigninni er þráðlaust net, vinnusvæði fyrir ferðatölvu, reyk- og kolsýringsskynjari, nauðsynjar, straujárn, herðatré, hárþurrka og hárþvottalögur.

Láttu okkur um vinnuna

Straumlínulagað útgjaldayfirlit

Við sjáum til þess að fyrirtækið þitt geti auðveldlega endurgreitt þér eða greitt fyrir gistiaðstöðuna þína með sjálfvirkum hætti.

Forgangsaðstoð

Fáðu aðstoð þegar þú þarft á henni að halda með forgangsþjónustu við viðskiptamenn.

Bókaðu í gegnum ferðastjórann þinn

Ferðastjórar fyrirtækis þíns geta leitað, bókað og greitt fyrir ferðir fyrir þína hönd. Frekari upplýsingar

Fáðu $50 í ferðainneign

Fáðu $50 í ferðainneign fyrir gistingu hvar sem er þegar þú hefur innritað þig í fyrstu viðskiptaferðina þína. Nánari upplýsingar