SÖGUR GESTGJAFA

Hvernig gestgjafar Patrick og Evelyne eru

Patrick og Evelyne fá gesti í París svo að heimilið þeirra sé lifandi

Hvað varð til þess að þú gerðist gestgjafi?

Þegar börnin okkar fluttu að heiman varð húsið tómt og einmannalegt. Við vildum fylla það aftur lífi en samt að það væri laust fyrir fjölskylduna okkar. Við getum haldið húsinu sem gestgjafar og gert það notalegra.

Höfðu þið einhverjar áhyggjur áður en þið gerðust gestgjafar?

Við höfðum þegar prófað að skiptast á heimilum og fannst það mjög gott nema hvað það er miklu flóknara skipulagið en að nota Airbnb.

Hvernig undirbýrðu þig svo að gestir njóti þess örugglega að koma á staðinn?

Við skoðum húsið, línið og grundvallaratriðin (te, kaffi, krydd og salernispappír) og sendum gestum skilaboð til að staðfesta innritunartíma þeirra og ferðaáætlun.

Hvað kom ykkur mest á óvænt sem gestgjafar á Airbnb?

Amerísk fjölskylda sem á dóttur hérna í París spurði okkur hvort hún mætti líta við til að sjá hvort ofninn væri nógu stór til að elda kalkún fyrir þakkargjörðarhátíðina. Ofninn var nógu stór; og við borðuðum kalkúninn saman. Nú koma þau árlega aftur í heimsókn!

Hefur gestgjafahlutverkið haft áhrif á lífstíl þinn?

Já. Það tekur langan tíma í fyrstu en það er auðvelt að finna sinn takt og við getum nýtt tækifærið til að ferðast meira.

Hvað fyllti þig mestu stolti sem gestgjafi?

Þegar gestirnir þakka okkur fyrir hlýlegar móttökur og segja okkur hvað við búum á fallegu heimili.

Sögur annarra gestgjafa

Byrjaðu á því að skrá eignina þína