Meðstofnendurnir okkar

Joe Gebbia

Joe Gebbia
Meðstofnandi og framkvæmdastjóri þjónustu (CPO)

Joe Gebbia er meðstofnandi og framkvæmdastjóri þjónustu (CPO) hjá Airbnb en hann er bæði í framkvæmdastjórn fyrirtækisins og með sæti í stjórn þess ásamt því að hann leiðir Samara, nýsköpunar- og hönnunardeild Airbnb. Hann hefur verið frumkvöðull frá unga aldri og byltingarkennd þjónusta Airbnb byrjaði einmitt í íbúðinni hans í San Francisco. Þúsundir manna um allan heim taka þátt í þessu nýja hagkerfi, sem hefur breiðst út um allan heim, og nú eru yfir 3 milljónir+ eigna á skrá í boði í meira en 191 land. Joe tekur þátt í að móta menningu fyrirtækisins og útlit og að finna ný framtíðarvaxtatækifæri. Hann hefur haldið ræður um allan heim um frumkvöðlastarfsemi og hönnun og hefur hlotið fjölda viðurkenninga eins og að hafa verið valinn á listana hjá Inc fyrir 30 manns yngri en 30 ára og hjá Fortune fyrir 40 manns yngri en 40 ára. Leið hans lá í háskólann Rhode Island School of Design (RISD) vegna ævilangs áhuga á list og hönnun en þaðan útskrifaðist hann með tvöfalda gráðu í grafískri hönnun og í iðnhönnun. Gebbia er nú stjórnarmeðlimur hjá háskólanum.

Brian Chesky

Brian Chesky
Meðstofnandi, forstjóri, yfirmaður samfélagsins

Brian er forstjóri og yfir samfélagsmálum Airbnb. Hann stýrir sýn fyrirtækisins, stefnu og vexti við að bjóða fólki áhugaverðar og einstakar leiðir til að ferðast en hann stendur einnig vörð um hagsmuni þeirra milljóna gestgjafa sem Airbnb er með um allan heim. Airbnb, undir forystu Brians, er í fylkingarbroddi deilihagkerfisins og skráningum hefur fjölgað í meira en 3 milljónir+ eigna á skrá í meira en 191 land jafnframt því að fyrirtækið er að sækja inn á nýja ferðamarkaði með sérferðum Airbnb. Brian hitti Joe Gebbia meðstofnanda í háskólanum Rhode Island School of Design (RISD) þar sem hann hlaut BA-gráðu í iðnhönnun.

Nathan Blecharczyk

Nathan Blecharczyk
Meðstofnandi, framkvæmdastjóri stefnu (CSO), formaður Airbnb Kína

Nathan Blecharczyk er meðstofnandi, framkvæmdastjóri stefnu (CSO) og formaður Airbnb Kína. Hann gegnir forystuhlutverki í framkvæmd og innleiðingu stefnumála í rekstrinum um allan heim. Áður sá hann um að koma á fót starfsteymum Airbnb í tölvunarfræði, gagnavísindum og frammistöðumiðaðri markaðssetningu. Nathan varð frumkvöðull ungur að árum en hann rak fyrirtæki á menntaskólaárunum sem var með viðskiptamenn í meira en 20 löndum. Hann útskrifaðist úr tölvunarfræði við Harvard háskóla og vann við hana hjá nokkrum fyrirtækjum áður en hann tók þátt í stofnun Airbnb. Nathan hefur gist á hundruðum heimila í gegnum Airbnb og hann er einnig gestgjafi þar sem hann býr með fjölskyldu sinni í San Francisco.